Föstudagur 04.10.2013 - 00:19 - FB ummæli ()

Eldhafið í Evrópu!

Ég hef lengi haft taugar til Evrópu. Þess vegna hrekk ég oft við þegar ég les skrif um Evrópu og ESB hér á landi. Þar er yfirleitt dregin upp svo hrikaleg mynd af einu og öllu sem evrópskt er.

Þegar fjallað er um kreppuna er eins og Evrópa standi  öll í björtu báli – eða að allt sé að hrynja hjá þeim greyjunum!

Slíkar hörmungarfréttir af Evrópu, sem finna má hjá íslenskum þráhyggjubloggurum, ellibelgjum á Evrópuvaktinni og Hádegismóra á Mogganum, að ógleymdum æsingamönnum á ÍNN, hafa vakið mér óhug  og áhyggjur af vinum mínum í Evrópu.

Ég hef því nýlega gert mér ferð til nokkurra höfuðborga Evrópusambandsins og kannað aðstæðurnar.

Ég stakk fyrst niður fæti í Kaupmannahöfn – áður höfuðborg Íslands, en nú djúpt sokkin í Evrópusambandið.

Skemmst er frá því að segja að ástandið þar er skelfilegt. Allt stendur í ljósum logum, eins og sjá má á myndinni hér að neðan, sem tekin er rétt fyrir utan Tívólí í miðborginni.

DSC_3220 b2

Það vekur þó aðdáum að venjulegir borgarar reyna enn að draga fram lífið og fara um í daglegum erindum sínum – þrátt fyrir eldhafið.

Hér að neðan má svo sjá fólk á flótta undan eldtungunum við ráðhústorgið…

DSC_3237 b2

Hér er svo enn ein mynd sem einnig er tekin á götum Kaupmannahafnar, en þar má sjá að Danir eru nú farnir að keyra um á asískum rickshaw-reiðhjólum í stað leigubíla. Það er víst ekki lengur hægt að fá eldsneyti á bíla í Danaveldi.

DSC_3228 b2

Það er sem sagt rosalegt að sjá hversu illa Evran og skrifstofufólk í Brussel hefur leikið þjóðirnar í Evrópu!

Það sem ekki er hrunið stendur í ljósum logum…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar