Laugardagur 12.10.2013 - 09:34 - FB ummæli ()

Kaupmátturinn batnar of hægt

Samtök atvinnulífsins og sumir stjórnmálamenn leggjast nú kröftuglega gegn alvöru kauphækkunum í komandi kjarasamningum.

Það er aðfinnsluvert af tvennum ástæðum:

  • Íslendingar tóku á sig meiri kjaraskerðingu en aðrar vestrænar þjóðir í kjölfar hrunsins
  • Endurheimt viðunandi kaupmáttar hefur gengið of hægt og heldur nú aftur af hagvexti

Það er óþolandi og beinlínis skaðlegt ef Íslendingar festast með of lök kjör í kjölfar kreppunnar. Við þurfum að vera samkeppnishæf fyrir launafólk – annars missum við okkar besta fólk úr landi.

Hvernig hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna þróast fyrir og eftir hrun? Það má sjá á myndinni hér að neðan, sem sýnir tölur Hagstofunnar (sjá hér).

Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna tekur tillit til kaupmáttar launa, vinnumagns, húsnæðiskulda og skatta. Allir helstu afkomuþættir eru taldir með – ekki bara launin.

Kaupmáttur heimila til 2012

Við hrun krónunnar og kreppuáhrifin sem fylgdu féll kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna um nærri 30%, sem var met í kjaraskerðingu. Lækkunin var minni hjá lægri tekjuhópum en meiri hjá þeim tekjuhærri.

Í kjölfarið varð svo góð hækkun á árinu (5,1%), vegna kjarasamninga og batnandi atvinnu- og skuldastöðu.

Síðan þá höfum við staðið að mestu leyti í stað.

Á árinu 2012 lækkaði kaupmátturinn um 0,8% og lítil eða engin hækkun verður á yfirstandandi ári (2013).

Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 0,3% aukningu kaupmáttar.

Þetta er enginn gangur!

Ef menn tala við verslunarfólk má heyra afleiðingarnar. Það er enginn skriður á einkaneyslunni neins staðar og hagvöxturinn hægist og slappast.

Þess vegna segi ég, með tilvísun til Keynesískrar hagfræði, að við þurfum að ná kaupmættinum upp á viðunandi stig til að koma meiri þrótti í hagkerfið.

Það þurfa að koma umtalsverð skref í átt aukins kaupmáttar út úr kjarasamningunum í nóvember.

Það yrði gott fyrir alla – konur og kalla. Líka fyrir atvinnulífið.

 

Síðasti pistill: Orsakir hrunsins – í fræðilegu samhengi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar