Laugardagur 07.12.2013 - 22:43 - FB ummæli ()

Hólmsteinn hafnar lýðræði

Ég sé á netinu að menn eru að rifja upp grein sem Hannes Hólmsteinn skrifaði gegn Nelson Mandela árið 1990.

Það þykir fyndið hve rosalega dómgreindin hefur brugðist Hannesi í þessari grein. Hann sagði Nelson Mandela ekki vera frelsissinna og líkti honum við þekkt illmenni!

Hann sagði líka þetta:

„Raunar er ekki mikil hætta á því, að Mandela og menn hans nái völdum í Suður- Afríku. Vegur Mandelas er miklu meiri í vestrænum fjölmiðlum en heima fyrir“.

Gott og vel! Léleg dómgreind – en umfram allt fjandsamleg afstaða til Mandela og baráttu hans.

En það var annað sem vakti athygli mína. Það sem Hannes sagði um lýðræðið.

Það var þetta:

“Lýðræði er ekki lausnarorðið, heldur frelsi einstaklinganna”…

Og þetta:

“En leiðin til frjálsrar Suður-Afríku er ekki fólgin í því að fela Mandela völd í stað de Klerks. Hún er fólgin í því að flytja sem flestar ákvarðanir af vettvangi stjórnmálanna og út á hinn frjálsa markað”.

Hannes vildi ekkert frekar en að stjórn hvíta minnihlutans yrði áfram við völd. Apartheid-stjórnin sem svívirti mannréttindi meirihluta íbúa landsins og fangelsaði Mandela í 27 ár – einmitt fyrir mannréttindabaráttu hans.

Hitt er ekki síður merkilegt að Hannes hafnaði lýðræði og vildi flytja flestar ákvarðanir út á markaðinn. Það er hann enn að segja.

Það er sem sagt ekki pláss fyrir lýðræði í heimi frjálshyggjupáfans. Hann vill bara markað, þar sem máttur peninganna ræður för.

Þeir sem eru rétttrúaðir frjálshyggjumenn hugsa einatt svona. En það er yfirleitt feimnismál fyrir þá að viðurkenna að þeir hirði ekkert um lýðræði. Þeir hafa það almennt ekki í hávegum, heldur amast í staðinn við hvers konar „ríkisafskiptum“ – allan daginn, alla daga.

Þess vegan er gott að fá þetta svona skýrlega upp á yfirborðið hjá Hannesi.

 

Síðasti pistill: Kaupið – SGS tekur forystu

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar