Fimmtudagur 09.01.2014 - 17:46 - FB ummæli ()

Verðtrygging launa er nú tímabær

Nú er lag til alvöru breytinga í kjarasamningum.

Ef launþegahreyfingin og atvinnurekendur eru ákveðin í að semja um mjög litlar kauphækkanir, ekki bara í hinum nýja “aðfararsamningi” heldur einnig til langs tíma í framhaldinu, eins og sagt er, þá þarf annað verklag í samningum.

Með svo lágum kauphækkunum, sem stefna einungis að 1-3% kaumáttaraukningu á ári, þá er fráleitt annað en að verðtryggja kjarasamninginn.

Verðtryggingu launa var hafnað á verðbólguárunum vegna ótta við allt of miklar kauphækkanir, sem þóttu auka verðbólguþrýsting. Þá hækkuðu menn kaupið jafnvel um 10-20% í kjarasamningum og náðu iðulega ágætri kaupmáttaraukningu, þrátt fyrir hátt verðbólgustig.

Með hinum mjög svo hóflegu kauphækkunum sem nú er stefnt á er engin hætta á verðbólguþrýstingi frá launum.

Þess vegna er algerlega skaðlaust að verðtryggja slíka kjarasamninga. Það ætti raunar að auka stöðugleika.

Verðtryggðir kjarasamningar sem auka kaupmátt í takti við raunverulegan hagvöxt eru ekki verðbólguhvetjandi.

Með verðtryggingu hóflegra kjarasamninga er ábyrgðin á verðbólgunni flutt af herðum launþega yfir á herðar atvinnurekenda og stjórnvalda – þar sem hún á að vera.

Ef fyrirliggjandi kjarasamningi verður hafnað ættu launþegafélögin því að halda sér áfram við hóflegar kauphækkanir (um 2-3%) en verðtryggja samninginn til fulls – og án skilyrða.

Annað er ekki boðlegt. Það er raunar eina leiðin til að gera tal um “kaupmáttarsamning” meiningarbært.

Síðan mætti í framhaldinu stefna á verulega styttingu vinnutíma og aukna framleiðni.

Framtíð með auknum kaupmætti, styttri vinnutíma og aukinni framleiðni gerir Ísland samkeppnishæfara við grannríkin – fyrir launþega.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar