Þriðjudagur 14.01.2014 - 19:46 - FB ummæli ()

Jón Steinar þrýstir á Hæstarétt

Það er athyglisverð umræðan um Al-Thani dóminn yfir nokkrum Kaupþingsmönnum.

Ég hef enga sérstaka skoðun á þeim dómi.

Ég tók þó eftir því að Sérstakur saksóknari hefur lengi verið með málið í rannsókn og dómur var felldur um fimm árum eftir að meintu afbrotin áttu sér stað.

Í framhaldi tók Brynjar Níelsson til máls og sagðist ósammála dóminum og hefur hann nú skrifað grein um þá afstöðu sína.

Þar fullyrðir hann meðal annars að málið hafi verið rannsakað í sérstöku „hatursástandi“ í þjóðfélaginu og að bæði saksóknari og dómarar hafi orðið fyrir „þrýstingi úr samfélaginu“.

Jón Steinar Gunnlaugsson, sem tekur til máls með tilvísun til greinar Brynjars, segir m.a. eftirfarandi:

“Dómari má ekki láta vindana sem á hverjum tíma blása í samfélagi okkar hafa nokkur áhrif á sig þegar hann leysir úr máli sem fyrir honum liggur.”

Í ljósi þess að Brynjar og Jón Steinar gefa í skyn að bæði saksóknari og dómurinn hafi brugðist starfsskyldum sínum vegna meints þrýstings úr samfélaginu, þá má spyrja hvort bæði Jón Steinar og Brynjar séu ekki sjálfir að setja þrýsting á dómarana?

Gilda viðvaranir Jóns Steinars um óheppilegan þrýsting á dómsvaldið þá ekki um hann sjálfan og Brynjar Níelsson? Málið á jú eftir að fara fyrir Hæstarétt.

Þeir félagar eru einmitt aðilar úti í samfélaginu sem virðast áhugasamir um tiltekna niðurstöðu í málinu – og beita sér kröftuglega.

Annars virðist heldur hæpið að halda því fram að dómurinn hafi fallið í einhverju hatursástandi.

Hvar gætir þess núna – fimm árum eftir hrun? Hjá dómurum?

 

Síðasti pistill: Borgarlíf

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar