Mánudagur 03.03.2014 - 23:19 - FB ummæli ()

Bjarni Ben: Lýðræði er óraunsæ krafa

Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það óraunsæja kröfu að Íslendingar greiði þjóðaratkvæði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, þar sem „það sé ekki á dagskrá Alþingis“.

Hvað á hann við?

Hvers vegna er óraunsætt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um að klára eða stöðva aðildarviðræður án niðurstöðu, eins og þjóðinni var ítrekað lofað – og sem um 80% kjósenda vilja að verði efnt?

Það var ekki óraunsætt þegar loforðin voru gefin. Hvers vegna er það óraunsætt núna?

Hér er svar Bjarna (birt á vef RÚV):

“…í þessu tilviki (er) óraunsætt, að efna til atkvæðagreiðslu um hluti sem eru ekki á dagskrá þingsins. Það er til dæmis ekki á dagskrá Alþingis, sannarlega ekki frá stjórnarmeirihlutanum, að ganga í ESB eða halda viðræðunum áfram. Engu að síður birtist krafa um að það verði gert. Það er miklum vandkvæðum bundið.”

“Sama hver niðurstaðan yrði myndi hún ekki leiða til árangurs í aðildarviðræðum.”

Bjarni ítrekar sem sagt að hann telur þjóðaratkvæðagreiðslu óraunsæa nema ljóst sé fyrirfram að niðurstaðan verði sitjandi ríkisstjórn þóknanleg.

Ef niðurstaðan verði á annan veg (t.d. að þjóðin vilji klára aðildarviðræður og kíkja í pakkann, áður en hún tekur afstöðu til aðildar) þá muni ríkisstjórnin ekki framkvæma vilja þjóðarinnar.

Með slíkum skilyrðum eru þjóðaratkvæðagreiðslur ekki lýðræðislegar – raunar einskis virði.

Það er ekki pláss fyrir beint lýðræði í heimi Bjarna Benediktssonar.

Lýðræði er óraunsæ krafa, segir hann.

 

Síðasti pistill: Heillandi ópera Gunnars Þórðarsonar

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar