Fimmtudagur 06.03.2014 - 21:43 - FB ummæli ()

Traust á þjóðþingum í Evrópu

Traust almennings á Alþingi og stjórnmálum hrundi með falli bankanna. Lægst fór traustið á Alþingi niður í um 10% (þ.e. þeir sem sögðust bera mikið traust til þingsins).

Nýjasta Gallup könnun bendir til aukins trausts til Alþingis á þessu ári, það hækkaði úr um 15% í fyrra upp í 24%. Könnunin var gerð 12. til 23. febrúar, þ.e. áður en til mótmæla kom á ný vegna ESB-málsins.

Ætla má þó að traustið hafi lækkað aftur í kjölfar mótmælanna.

Á vegum ESB var gerð könnun meðal Evrópuþjóða á árinu 2012. Þar var m.a. spurt um traust til þjóðþinga. Fróðlegt er að bera Ísland saman við Evrópuþjóðirnar, á myndinni hér að neðan.

Traust á þingum 2012

Traust almennings til þjóðþings viðkomandi lands 2012 (meðaltal á kvarða frá 1 til 10). Heimild: Eurofound

 

Ísland er í meðallagi í þessari könnun. Og það þegar traustið var heldur minna en á þessu ári. Það gæti komið einhverjum á óvart!

Almennt hefur traust á stjórnmálum og þjóðþingum minnkað í kjölfar kreppunnar,  víðast á Vesturlöndum. Ekki bara á Íslandi.

En það er út af fyrir sig athyglisvert, að þrátt fyrir hið mikla áfall sem Ísland varð fyrir þá er enn minna traust til þjóðþingsins í um helmingi Evrópuþjóða en hér á landi.

Og traustið hér á landi var heldur vaxandi fram að yfirstandandi mótmælum.

Við erum þó enn langt frá því að vera sambærileg við frændþjóðirnar á hinum Norðurlöndunum. Svíar, Danir og Finnar eru í efstu sætunum (Noregur var ekki með í könnuninni). Einkunnir frændþjóðanna eru um 40-50% hærri en okkar.

Minnst er traustið almennt í löndum Austur Evrópu og sunnar í álfunni.

Í Grikklandi, Lettlandi, Rúmeníu og Litháen er traustið miklu minna en á Íslandi. Það sama gildir um Ítalíu.

Þó hrunið hafi verið mikið áfall fyrir íslensk stjórnmál og grafið stórlega undan trausti almennings til stjórnmálanna þá er staðan verri í 18 Evrópuríkjum – og mun verri í sumum þeirra.

Traustið er sennilega einnig minna í Bandaríkjunum en hér á landi – þrátt fyrir allt.

Traustið til stjórnmálanna þarf vissulega að aukast. Til þess að það gerist þurfa þingstörfin að verðskulda aukna virðingu almennings.

Það er auðvitað mögulegt.

 

Síðasti pistill: Villandi tal um Svíþjóð

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar