Ný könnun á fylgi borgarstjórnarflokka í Reykjavík sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu, Björt framtíð tapar lítillega, en Samfylkingin og Píratar bæta við sig. Framsókn og smáflokkar fá engan fulltrúa skv. könnuninni.
Um helmingur borgarbúa segir ítrekað í könnunum að þau vilji helst fá Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra.
Það er eðlilegt, því Dagur hefur staðið sig vel. Hann vinnur að góðum málum í kyrrþey og kemur svo með þau fullmótuð fyrir framkvæmdastig.
Dagur er einnig mjög geðþekkur maður.
Það er athyglisvert að þó Dagur sé með um 50% fylgi þá fær Samfylkingin í Reykjavík einungis um helming þess. Þar gætir veikrar stöðu Samfylkingarinnar á landsvísu, eftir slæma kosningabaráttu og slæmt tap í síðustu Alþingiskosningum.
Eina trygga leiðin til að fá Dag sem næsta borgarstjóra er hins vegar sú, að fleiri kjósi Samfylkinguna í Reykjavík. Það virðist alveg óhætt, enda er þar gott lið með Degi á listanum.
Kanski kjósendur BF og Pírata ættu að hugleiða að kjósa Dag.
Fyrri pistlar