Föstudagur 14.03.2014 - 10:49 - FB ummæli ()

Dagsmenn í sókn í Reykjavík

könnun á fylgi borgarstjórnarflokka í Reykjavík sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu, Björt framtíð tapar lítillega, en Samfylkingin og Píratar bæta við sig. Framsókn og smáflokkar fá engan fulltrúa skv. könnuninni.

Um helmingur borgarbúa segir ítrekað í könnunum að þau vilji helst fá Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra.

Það er eðlilegt, því Dagur hefur staðið sig vel. Hann vinnur að góðum málum í kyrrþey og kemur svo með þau fullmótuð fyrir framkvæmdastig.

Dagur er einnig mjög geðþekkur maður.

Það er athyglisvert að þó Dagur sé með um 50% fylgi þá fær Samfylkingin í Reykjavík einungis um helming þess. Þar gætir veikrar stöðu Samfylkingarinnar á landsvísu, eftir slæma kosningabaráttu og slæmt tap í síðustu Alþingiskosningum.

Eina trygga leiðin til að fá Dag sem næsta borgarstjóra er hins vegar sú, að fleiri kjósi Samfylkinguna í Reykjavík. Það virðist alveg óhætt, enda er þar gott lið með Degi á listanum.

Kanski kjósendur BF og Pírata ættu að hugleiða að kjósa Dag.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar