Sunnudagur 27.05.2018 - 10:34 - FB ummæli ()

Pawel og Sanna – góð viðbót í borgarstjórn

Það er athyglisvert að í hópi stærri sigurvegara kosninganna í Reykjavík skuli vera tveir sterkir frambjóðendur af blönduðum eða erlendum uppruna; Pawel Bartoszek frá Viðreisn og Sanna Magdalena Mörtudóttir frá Sósíalistaflokknum.

Bæði hafa vakið athygli fyrir málefnaleg sjónarmið og kröftugan málflutning.

Pawel hefur m.a. verið með áhugaverð sjónarmið í skipulags- og samgöngumálum og Sanna er kröftugur talsmaður bættra kjara fyrir þá sem verst standa.

Fleiri góða nýliða mætti nefna. Til dæmis kemur Guðrún Ögmundsdóttir aftur inn fyrir Samfylkinguna. Hún er góður talsmaður mannréttinda og velferðarmála.

Það verður gott að fá þessar raddir inn í borgarstjórn, hver svo sem meirihlutinn verður.

En svo eru líka nýliðar sem maður fagnar ekkert sérstaklega, eins og gengur.

Allar raddir mega þó heyrast í lýðræðinu.

Vonandi tekst að mynda samhentan meirihluta með skynsamlega stefnu og dugnað til verka.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar