Í morgun ræddu Ævar Kjartansson og Sigurjón Árni Eyjólfsson um fjármál, frelsi og samfélag á Rás 1.
Viðmælandi þeirra var Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Eyvindur er sérfræðingur í lagalegri hlið fjármála og starfaði meðal annars við skýrslugerð Rannsóknarnefndar Alþingis um hrun bankanna svo hann hefur margt fram að færa um þessi mál.
Eyvindur er einstaklega skýrmæltur og greinargóður í umfjöllun sinni um þróun fjármála, markaðsfrelsis, áhættur, ábyrgðir og samfélagslegar afleiðingar í umhverfi hnattvæðingar.
Þetta tengir hann á margvíslegan hátt við þróun lagalegs umhverfis í Evrópu og á alþjóðavettvangi og hvernig þær breytingar hafa haft áhrif til að auka áhættu í fjármálakerfum, þar með talið á Íslandi. Einnig tengir hann þetta við siðferðileg sjónarmið og virkni kapítalisma.
Frelsi fjármagns er eitt – frelsi almennings annað.
Þetta er einstaklega fróðlegt viðtal, skýrt og áhugavert. Ég hvet alla til að hlusta (hér).
Fyrri pistlar