Sunnudagur 03.06.2018 - 12:15 - FB ummæli ()

Áhugavert viðtal um frelsi, fjármál og hrun

Í morgun ræddu Ævar Kjartansson og Sigurjón Árni Eyjólfsson um fjármál, frelsi og samfélag á Rás 1.

Viðmælandi þeirra var Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Eyvindur er sérfræðingur í lagalegri hlið fjármála og starfaði meðal annars við skýrslugerð Rannsóknarnefndar Alþingis um hrun bankanna svo hann hefur margt fram að færa um þessi mál.

Eyvindur er einstaklega skýrmæltur og greinargóður í umfjöllun sinni um þróun fjármála, markaðsfrelsis, áhættur, ábyrgðir og samfélagslegar afleiðingar í umhverfi hnattvæðingar.

Þetta tengir hann á margvíslegan hátt við þróun lagalegs umhverfis í Evrópu og á alþjóðavettvangi og hvernig þær breytingar hafa haft áhrif til að auka áhættu í fjármálakerfum, þar með talið á Íslandi. Einnig tengir hann þetta við siðferðileg sjónarmið og virkni kapítalisma.

Frelsi fjármagns er eitt – frelsi almennings annað.

Þetta er einstaklega fróðlegt viðtal, skýrt og áhugavert. Ég hvet alla til að hlusta (hér).

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar