Ég var við Heklu og Þjófafoss á föstudag. Búið er að taka stærstan hluta Þjórsár þarna í stækkun Búrfellsvirkjunar. Þessi stórbrotni foss, Þjófafoss sem var, er nú bara spræna og áin við Tröllkonuhlaup rétt eins og hver önnur grjóturð. Mér er óskiljanlegt hvers vegna þetta er hægt. En svona var farið með Hrauneyjarfoss og Sigöldugljúfur – þar standa nú vatnslaus stór gljúfur og í besta falli smá lækjasprænur sem renna þar um.
Verkfræðingunum og stjórnmálamönnunum, sem að þessu stóðu, hefur þó ekki tekist að eyðileggja alla þá fegurð sem þarna er í stórbrotnum gljúfrum neðan við Þjófafoss – með Heklu í baksýn.
Hvað skyldu líða mörg ár þangað til þessi stórbrotna náttúra verður endurheimt með lokun hinnar nýju stækkunar Búrfellsvirkjunar og virkjun sólar-, sjávarfalla- og vindorku í staðinn?
Fyrri pistlar