Þriðjudagur 18.09.2018 - 09:03 - FB ummæli ()

Þjófafossi stolið

Ég var við Heklu og Þjófafoss á föstudag. Búið er að taka stærstan hluta Þjórsár þarna í stækkun Búrfellsvirkjunar. Þessi stórbrotni foss, Þjófafoss sem var, er nú bara spræna og áin við Tröllkonuhlaup rétt eins og hver önnur grjóturð. Mér er óskiljanlegt hvers vegna þetta er hægt. En svona var farið með Hrauneyjarfoss og Sigöldugljúfur – þar standa nú vatnslaus stór gljúfur og í besta falli smá lækjasprænur sem renna þar um.

Verkfræðingunum og stjórnmálamönnunum, sem að þessu stóðu, hefur þó ekki tekist að eyðileggja alla þá fegurð sem þarna er í stórbrotnum gljúfrum neðan við Þjófafoss – með Heklu í baksýn.

Hvað skyldu líða mörg ár þangað til þessi stórbrotna náttúra verður endurheimt með lokun hinnar nýju stækkunar Búrfellsvirkjunar og virkjun sólar-, sjávarfalla- og vindorku í staðinn?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar