Miðvikudagur 19.09.2018 - 17:03 - FB ummæli ()

Hlægileg könnun atvinnurekenda

Samtök atvinnurekenda (SA) birtu í dag niðurstöður könnunar sem þau hafa fengið Gallup til að gera (sjá hér).

Sagt er að hún fjalli um viðhorf landsmanna til áherslna í komandi kjarasamningum.

Ég stýrði gerð svona kannana fyrir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um langt árabil. Ég verð að segja að sjaldan hef ég séð jafn hlægilegt dæmi um leiðandi og villandi skoðanakönnun.

 

Leiðandi hagsmunaspurningar – leiðandi útkoma

Atvinnurekendur eru auðvitað áhugamenn um sem minnstar launahækkanir.

Þeir haga spurningum sínum í samræmi við það.

Flest fólk er með verðtryggðar skuldir og þarf því að hafa áhyggjur af verðbólgu.

Þá er kjörið í svona könnun fyrir SA að spyrða spurningu um viðhorf til launahækkana við verðbólgu, rétt eins og launahækkanir leiði sjálfkrafa til verðbólgu (ólíkt því sem var reyndin á síðustu 4 árum).

Undirliggjandi meiningin verður þá til dæmis svona: „Viltu nokkuð fá launahækkun fyrst það leiðir til rosa mikillar verðbólgu (sem hækkar skuldir þínar og er verra fyrir alla)?“

Orðalagið er að vísu aðeins mildara þó þetta sé hin mótandi meining í framsetningunni, sem hefur svo bein áhrif á útkomuna.

 

Spyrja bara um það sem hentar

Svo er þetta líka gert: Að spyrja bara um það sem hentar hagsmunum verkkaupa – en láta annað sem ef til vill er nær veruleikanum ókannað.

Hver eftirtalinna spurninga haldið þið t.d. að sé raunsæust nálgun á könnun á viðhorfi til styttingar vinnutíma, frá sjónarhóli launafólks?

  • Viltu styttri vinnutíma?
  • Viltu styttri vinnutíma ef það felur í sér samsvarandi lækkun tekna?
  • Viltu styttri vinnutíma og hækkun grunnlauna, þannig að heildarlaun verði óbreytt fyrir styttri vinnutíma?
  • Viltu lengri vinnutíma ef þú getur ekki fengið hærri grunnlaun?

Fleiri dæmi mætti nefna…

 

Villandi framsetning niðurstaðna

Svo leika menn þann leik að kynna niðurstöður á afbakandi hátt. Fyrirsögn fréttarinnar sem SA skrifar um þessa könnun er svona:

„Stöðugt verðlag fremur en kauphækkanir“.

Raunar er stór fréttapunktur í þessari frétt SA sá, að verulega hefur dregið úr stuðningi við þessa mjög svo leiðandi spurningu um ímyndað val milli launahækkana og verðbólgu – fer úr 66% 2013 í 49% nú.

En þetta er varla þessi virði að elta ólar við – þegar spurt er á svona leiðandi hátt eins og hér er gert.

Skynsamlegast er að nota brandarann til hins ítrasta – og hlægja hressilega að þessari tilraun SA til að móta viðhorf almennings.


Höfundur starfar í hlutastarfi sem sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum hjá Eflingu – stéttarfélagi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar