Þriðjudagur 02.10.2018 - 17:30 - FB ummæli ()

Atvinnurekendur bjóða minna en ekki neitt!

Samtök atvinnurekenda (SA) hafa lagt fram útspil sitt fyrir komandi kjarasamninga (sjá hér).

SA-menn og yfirstéttin öll hafa notið ofurhækkana á ofurlaun sín á síðustu misserum – eins og allir vita.

Síðasta árið hafa þeir kyrjað þuluna um að ekkert svigrúm sé lengur fyrir neinar kauphækkanir – jafnvel þó ágætur hagöxtur sé í landinu og horfur einnig ágætar til næstu 3ja ára, skv. helstu spám.

Útspil SA-manna nú kemur því varla á óvart.

Engin kauphækkun er megin forsenda nýrra kjarasamninga, samkvæmt þessu útspili. Hagvöxtur næstu ára á þá væntanlega að renna óskiptur til atvinnurekenda einna.

Hugmynd SA virðist vera sú, að samið verði um 5 lauslegar bókanir – og málið dautt!

  • Bókun 1 verði um það að vonandi og kanski og hugsanlega lækki Seðlabankinn vexti.
  • Bókun 2 verði um stórt átak til aukins framboðs húsnæðis á dýrasta húsnæðismarkaði Norðurlanda. Ekkert um það hvernig láglaunafólki verði gert kleift að kaupa íbúðarhúsnæði eða ráða við leigu.
  • Bókun 3 verði um að atvinnurekendum verði selt sjálfdæmi til að “auka sveigjanleika vinnutíma”. Þetta virðist fela í sér að breyta skilgreiningu á dagvinnutíma þannig að hann rúmi einnig yfirvinnu og álagsgreiðslur – með stórum kjaraskerðingum fyrir launafólk sem stólar á aukavinnugreiðslur til að ná endum saman.
  • Bókun 4 verði um að auka framleiðni með því að hætta að telja neyslutíma (einkum kaffitíma) sem hluta vinnutíma. Það myndi lækka launakostnað atvinnurekenda.
  • Bókun 5 myndi snúast um að draga úr fjárhagslegri áhættu atvinnurekenda vegna ráðningar fólks með skerta starfsgetu.

 

Sátt um þetta?

Þegar efnislegt inntak þessa útspils atvinnurekenda er lagt saman blasir við, að þetta er tilboð um minna en ekki neitt. Tilboð um kjaraskerðingu.

Skyldi það greiða fyrir sátt í samfélaginu og farsælli lausn kjarasamninga?

  • Eftir ofurlaunahækkanir yfirstéttarinnar…
  • Eftir að hátekjuhóparnir hafa notið lækkandi skattbyrði til lengri tíma…
  • Eftir að láglaunahóparnir hafa búið við sívaxandi skattbyrði og verulega skerðingu bótagreiðslna…
  • Eftir að græðgisvæðing húsnæðismarkaðarins hefur étið upp kaupmátt láglaunafólks, t.d. ungs fjölskyldufólks…

Verður sátt um þetta í samfélagi þar sem fullvinnandi fólk á lágum launum nær ekki endum saman í einu ríkasta landi Evrópu?

Á launafólk á Íslandi að sætta sig við að afhenda atvinnurekendum einum allan afrakstur hagvaxtarins?


Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar