Mánudagur 30.12.2019 - 11:51 - FB ummæli ()

Skattar lágtekjufólks lækka um áramótin

Það var ein af mikilvægustu forsendum Lífskjarasamningsins að stjórnvöld myndu lækka tekjuskatt láglaunafólks um a.m.k. 10.000 krónur á mánuði, eða um 120 þúsund krónur á ári.

Nú um áramótin kemur þriðjungur þessarar lækkunar til framkvæmda.

Í byrjun næsta árs verður lækkunin svo að fullu komin til framkvæmda.

Verkalýðshreyfingin lagði ríka áherslu á þetta.

Enda er þetta mikilvæg kjarabót, einkum fyrir lágtekjufólk, og raunar mun verðmætari en tíu þúsund króna launahækkun (af henni tekur ríkið strax staðgreiðslu uppá minnst 37%).

Í kjarasamningunum sem gerðir voru árið 2015 var samið um ágætar launahækkanir en þá rýrði ríkið persónuafsláttinn, árlega allan samningstímann (2015 til 2018).

Þetta jók skattbyrði allra, en þó langmest hjá þeim sem voru á lægstu laununum (sjá hér).

Þannig tók ríkið umtalsverðan hluta af kaupmáttaraukanum sem átti að renna til lágtekjufólks.

Slíkt mun ekki gerast á samningstíma Lífskjarasamningsins (2019-2022).

Þvert á móti bætist alvöru skattalækkun við kauphækkanir og aðrar kjarabætur sem í samningnum eru.

Mest kemur í hlut þeirra lægst launuðu. Skattalækkunin minnkar svo með hækkandi tekjum og skilar litlu sem engu til þeirra sem hafa meira en milljón í tekjur á mánuði.

Þannig er Lífskjarasamningurinn jafnaðarsamningur.

Tekjuskiptingin á Íslandi mun því jafnast á næstu þremur árum, að öðru óbreyttu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar