Laugardagur 11.01.2020 - 19:48 - FB ummæli ()

Strákarnir ævintýralega góðir!

Leikurinn við Dani í dag var alger draumaleikur.

Danir eru bæði Ólympíu- og heimsmeistarar í handbolta.

Þeir eru með eitt albesta lið heimsins um þessar mundir.

Þeir töpuðu ekki vegna þess að þeir hefðu brugðist eða verið lélegir.

Nei, þeir töpuðu vegna þess að íslenska liðið var frábært.

Sigur hefði svo sem geta fallið á hvorn veg sem var.

Það er út af fyrir sig gott fyrir Ísland.

En strákarnir náðu að sigra, sem er enn betra.

Voru frábærir út í gegn.

Fyrir Guðmund þjálfara, sem gerði Dani að því meistaraliði sem þeir eru, er þetta einstakur sigur.

Mér sýnist að þessi leikur fari mjög framarlega í sögubækurnar.

Og mikið rosalega var gaman að horfa á hann – frá byrjun til enda…

 

Og ekki var það síðra í Rússaleiknum…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar