Leikurinn við Dani í dag var alger draumaleikur.
Danir eru bæði Ólympíu- og heimsmeistarar í handbolta.
Þeir eru með eitt albesta lið heimsins um þessar mundir.
Þeir töpuðu ekki vegna þess að þeir hefðu brugðist eða verið lélegir.
Nei, þeir töpuðu vegna þess að íslenska liðið var frábært.
Sigur hefði svo sem geta fallið á hvorn veg sem var.
Það er út af fyrir sig gott fyrir Ísland.
En strákarnir náðu að sigra, sem er enn betra.
Voru frábærir út í gegn.
Fyrir Guðmund þjálfara, sem gerði Dani að því meistaraliði sem þeir eru, er þetta einstakur sigur.
Mér sýnist að þessi leikur fari mjög framarlega í sögubækurnar.
Og mikið rosalega var gaman að horfa á hann – frá byrjun til enda…
Og ekki var það síðra í Rússaleiknum…
Fyrri pistlar