Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 21.06 2014 - 11:10

Hamskiptin – hvernig pólitík breytti Íslandi

Ingi Freyr Vilhjálmsson, sagnfræðingur/heimspekingur og blaðamaður, sendi fyrir nokkru frá sér bókina Hamskiptin – Þegar allt varð falt á Íslandi. Þetta er bók um breytingar tíðarandans í samfélaginu í aðdraganda hrunsins. Bókin fjallar um það hvernig aukin frjálshyggjupólitík breytti hugarfari og þar með samfélaginu á Íslandi, sem svo greiddi leiðina að hruninu. Þetta er athyglisvert […]

Mánudagur 16.06 2014 - 15:49

Rokkstjarna hagfræðinnar með allt á hreinu

  Það var viðbúið að Frakkinn Thomas Piketty fengi á sig harða gagnrýni fyrir nýju bókina sína (Capital in the 21st Century). Ástæðan er sú, að niðurstöður hans rekast illa á hagsmuni þeirra ríkustu og valdamestu í samfélaginu og þær hafa vakið gríðarlega athygli og umræðu um allan heim. Raunar er sala bókarinnar svo mikil að […]

Föstudagur 13.06 2014 - 23:31

Ábyrgðin á hruninu

Það var klaufalegt, en ekki óvænt, þegar Benedikt Jóhannesson neitaði því að Sjálfstæðisflokkurinn bæri mesta ábyrgð á hruninu, í viðtali við DV um daginn. Benedikt er jú Sjálfstæðismaður að upplagi, þó hann sé í andófi við flokkinn sinn og vilji stofna út úr honum nýjan flokk sem verði jákvæðari gagnvart ESB-aðild Íslands. Hann vildi samt ekki hallmæla […]

Föstudagur 13.06 2014 - 13:48

Nýr meirihluti – allir út að slá!

Það er ágætt að vinstri menn hafi ná saman um nýjan meirihluta í Reykjavík og ætli að laga húsnæðismál, lýðræði og bæta hag barnafjölskyldna. Megi þeim ganga sem allra best með þau mikilvægu verkefni. En það er annað sem skiptir miklu máli og er raunar eitt stærsta umhverfismálið í borginni. Það er hirða almennra grassvæða […]

Fimmtudagur 12.06 2014 - 23:58

Vinstri stjórnir í 3 af 5 stærstu bæjum landsins

Menn hafa sumir gert mikið úr því að Sjálfstæðisflokkurinn taki þátt í meirihluta nokkurra stórra bæjarfélaga (Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Hafnarfirði). Allt eru þetta þó gömul vígi flokksins, nema helst Hafnarfjörður. Í sumum slíkra bæja missti Sjálftæðisflokkur nokkurt fylgi og tapaði reyndar talsverðu á Seltjarnarnesi – gömlu stórvígi sínu. Sigur miðju og vinstri manna var hins […]

Mánudagur 09.06 2014 - 11:53

Kynlegar villur Hannesar Hólmsteins

Hannes Hólmsteinn fór mikinn á ráðstefnu um kynjamál um daginn. Sagði hann jafnréttisbaráttu kynjanna nú vera lokið með fullum sigri kvenna. Lífið væri körlum þungbærara en konum, launamunur kynjanna væri “tölfræðileg tálsýn” og jafnlaunabaráttan því barátta við vindmyllur. Auk þess mælti hann með lögleiðingu vændis og fullyrti að óheftur samkeppnismarkaður myndi skila meira jafnrétti kynja og […]

Fimmtudagur 05.06 2014 - 22:36

Á að auðvelda skattsvik í ferðaþjónustu?

Ferðaþjónustan hefur tvöfaldast að umfangi á tiltölulega stuttum tíma, án þess að skatttekjur af henni hafi aukist samsvarandi. Skatttekjur og útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman. Ástæðan hlýtur að vera aukin undanskot frá skatti. Nýleg skýrsla frá Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu staðfestir einmitt það, aukin skattsvik í ferðaþjónustunni […]

Miðvikudagur 04.06 2014 - 12:19

Nú má segja satt um skatta!

Á árunum fyrir hrun sýndi ég með opinberum gögnum hvernig skattbyrði hátekjufólks og fyrirtækjaeigenda hafði lækkað frá um 1995 til 2007, um leið og skattbyrði lægri tekjuhópa hækkaði. Aukna skattbyrðin var mest hjá allra tekjulægstu hópunum, lífeyrisþegum og láglaunafólki. Síðan eftir hrun breytti ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms skattbyrðinni og þyngdi hana hjá tekjuhæstu hópunum og […]

Mánudagur 02.06 2014 - 21:50

Það sem vinstri menn ættu að gera í Reykjavík

Pólitík er ekki bara fagleg stjórnsýsla, ábyrg fjármálastjórn og skynsamlegur og vandaður rekstur. Í lýðræði á pólitík líka að snúast um að láta drauma almennings rætast. Gera það sem kjósendur valdhafanna vilja. Svara óskum og leysa vandamál sem plaga samfélagið. Vinstri menn í Reykjavík eiga nú kjörið tækifæri til að setja mark sitt á söguna, […]

Sunnudagur 01.06 2014 - 19:55

Vinstri meirihluti í Reykjavík?

Viðræður eru að hefjast um samstarf milli Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er að mörgu leyti athyglisverður kostur. Þetta yrði sterkur meirihluti með níu fulltrúa af fimmtán. Þessir flokkar eiga margt sameiginlegt í málefnaáherslum og samhljóm hefur mátt finna milli þeirra í kosningabaráttunni. Að mörgu leyti yrði um endurreisn R-listans […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar