Í umræðum um kjarasamninga er oft sagt að allir hafi tapað á verðbólguárunum og að með þjóðarsáttarsamningunum frá og með 1990 hafi kaupmáttur fyrst tekið að aukast, svo um munaði. Það er rangt. Tölur um breytingu kaupmáttar heimilanna sýna annað. Árleg aukning kaupmáttar ráðstöfunartekna heimilanna var meiri að jafnaði á verðbólguárunum frá 1960 til 1987 […]
Menn fara mikinn í umfjöllun um kaffispjall Gísla Marteins við forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í morgun. Spjallstjórinn var óvenju hvass og þrasgjarn – ólíkt því sem var er hann ræddi við Bjarna Benediktsson um síðustu helgi. Mér fannst ámælisvert við upplegg Gísla Marteins að hann virtist gefa sér að eitthvað væri athugavert við það, að forsætisráðherra […]
Reykjavík Vikublað, sem er í ritstjórn Ingimars Karls Helgasonar, er með athyglisverða umfjöllun í dag um innreið fjármálabraskara í grunnþjónustu samfélagsins á Suðurnesjum. Með því færist grunnþjónustan og arðurinn af henni frá samfélaginu til einkaaðila. Þar er sagt frá kaupum Ursus I á stórum hlut í HS Veitum. Ursus er stýrt af Heiðari Má Guðjónssyni, […]
Mér hefur fundist Seðlabankinn gera margt ágætlega á síðustu árum. Skýrsla bankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum var t.d. vandað plagg og reglubundnar skýrslur hans um peningamál og fjármálastöðugleika hafa mikið upplýsingagildi. Ég hef hins vegar meiri efasemdir um inngrip bankans í stefnumótun, bæði á sviði skuldalækkunar og kauphækkana. Seðlabankinn hefur tekið að sér að […]
Á árunum fyrir hrun voru Viðskiptaráð og frjálshyggjufólkið í Sjálfstæðisflokknum eins og samhljóða kór. Boðuðu bandaríska öfgafrjálshyggju og höfðu mikil áhrif á ríkisstjórnir Davíðs og Halldórs. Hældu sér svo af því að hafa fengið um 93% af stefnumálum sínum framkvæmd af ríkisstjórnum bóluáranna! Stefnan leiddi hins vegar til hrunsins og kreppunnar í kjölfarið. Lagði skuldabagga […]
Bjarni Benediktsson segir eftirfarandi í viðtali við blaðið Austurfréttir: “Það var eitthvað rangt þegar við vorum ekki í ríkisstjórn. Eitthvað öfugt við það sem ætti að vera.” Einmitt! Við sáum þetta á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðismönnum var gróflega misboðið að vera ekki í stjórn. Þeir litu á vinstri stjórnina sem eins konar “valdarán”! Kosningar eru líka […]
Alþjóðleg kýrsla um skiptingu auðsins í heiminum (Global Wealth Report) fyrir árið 2012 var fyrir skömmu birt. Þar má fá mynd af því hvernig auður heimsins skiptist og hvernig auðurinn hefur verið að þróast á síðustu árum. Auður heimsins hefur vaxið í kreppunni, en flestir íbúar vestrænna þjóða hafa upplifað minnkandi eignir á sama tíma. […]
Aukinn ójöfnuður í Bandaríkjunum felur í sér að yfirstéttin verður sífellt ríkari, en millistéttin dregst afturúr og lágstéttin sígur enn neðar. Þetta hefur gerst á síðustu tveimur til þremur áratugum og enn frekar nú í kreppunni. Kannanir á tekjuskiptingu og eignum sýna þetta (sjá t.d. hér og hér). Viðhorfakannanir sýna þetta líka. Þannig telja sífellt færri Bandaríkjamenn […]
Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á fyrir hvað Píratar vilja standa. Í málflutningi þeirra hefur verið áberandi áhersla á frelsi á netinu og barátta fyrir mannréttindum. Á heimasíðu þeirra kemur fram að Píratar leggja áherslu á gagnrýni, upplýsingu, borgararéttindi, friðhelgi einkalífs, gegnsæi og ábyrgð, auk mikillar áherslu á beint lýðræði […]
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra Sjálfstæðismanna, segist vilja skoða aðkomu einkaaðila að rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þetta er það sem áður var kallað “einkavæðing” – eða “einkavinavæðing” (þegar svo bar undir). Innanríkisráðherra segir að þetta sé ekki einkavæðing – heldur eitthvað annað! Jónas Kristjánsson segir að ráðherrann tali “Newspeak” – í anda Orwells. Hún segir svart vera […]
Fyrri pistlar