Föstudagur 28.11.2014 - 14:37 - FB ummæli ()

Brestir í meirihlutasamstarfinu?

Það hefur óneitanlega vakið athygli mína að borgarfulltrúar meirihlutans hafa ávallt kosið eftir línunni og hvergi hefur mátt sjá nokkra misbresti í atkvæðagreiðslunum.  Foringjanum hefur verið hlýtt í hvívetna.  Nú brást foringjanum hins vegar að halda hjörð sinni saman, því þau undur og stórmerki gerðust í umhverfis- og skipulagsráði á miðvikudaginn sl, sbr. þessa fundargerð: Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. nóvember 2014, að fulltrúi Vinstri grænna neitaði að dansa með og greiddi einn atkvæði gegn tillögu Korputorgs ehf. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Blikastaðaveg 2-8 um byggingarreit fyrir sjálfsafgreiðslu eldsneytisstöðvar á lóðinni.

Það var greinilega nauðsynlegt að meirihlutinn tæki bæði Pírata og Vinstri græna með sér um borð.

 

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur