Það hefur óneitanlega vakið athygli mína að borgarfulltrúar meirihlutans hafa ávallt kosið eftir línunni og hvergi hefur mátt sjá nokkra misbresti í atkvæðagreiðslunum. Foringjanum hefur verið hlýtt í hvívetna. Nú brást foringjanum hins vegar að halda hjörð sinni saman, því þau undur og stórmerki gerðust í umhverfis- og skipulagsráði á miðvikudaginn sl, sbr. þessa fundargerð: Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. nóvember 2014, að fulltrúi Vinstri grænna neitaði að dansa með og greiddi einn atkvæði gegn tillögu Korputorgs ehf. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Blikastaðaveg 2-8 um byggingarreit fyrir sjálfsafgreiðslu eldsneytisstöðvar á lóðinni.
Það var greinilega nauðsynlegt að meirihlutinn tæki bæði Pírata og Vinstri græna með sér um borð.
Rita ummæli