Fimmtudagur 25.08.2016 - 12:18 - FB ummæli ()

Er þitt barn tilbúið í rafræn samræmd próf?

Framsókn og flugvallarvinir hafa lagt fram tillögu um að borgarráð samþykki að senda eftirfarandi áskorun til Menntamálastofnunar:

“Borgarráð krefst þess að grunnskólanemendur verði ekki látnir þreyta samræmd próf með rafrænum hætti skólaárið 2016-2017.”

Ástæðan er fyrst og fremst sú að jafnræðis er ekki gætt á meðal nemenda grunnskólanna þar sem gríðarlegur munur er á milli sveitafélaga og jafnvel skóla innan sveitarfélaganna í tölvuvæðingu og kennslu í tölvufærni og þjálfun í fingrasetningu. Mikil fjárhagsleg hagræðing á skóla- og frístundasviði á síðustu árum hefur meðal annars komið hart niður á því svigrúmi sem skólastjórnendur hafa haft til að fjárfesta nægjanlega í tölvum, uppfærslum og kennslu á þessu sviði. Börnin verða að njóta vafans og forsenda fyrir því að samræmd könnunarpróf verði framkvæmd rafrænt er sú að jafnræðis sé gætt og að allir skólar hafi sambærilegan aðgang að tölvum, ritþjálfun, neti og kennslu í þeim tölvuþáttum sem aðalnámskrá gerir ráð fyrir.

Væri ekki rétt að gefa Reykjavíkurborg og öðrum sveitafélögum og grunnskólum sem í þeim starfa tækifæri til að setja aukið fjármagn í skólakerfið svo að tæknimál verði þannig að börn sitji við sama borð, skólastjórnendur geta þá brugðist við því þennan vetur sem nú er framundan að taka á því og lagfæra sem þar til að nemendur þeirra verði sem best í stakk búin að taka rafræn próf.  Samþykkt var í febrúar 2016 að prófin yrðu rafræn þegar löngu var búin að afgreiða fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 og því gat Reykjavíkurborg t.d. ekki brugðist við með því að auka vægi þessarra þátta í kennslu.

 

 

 

 

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Óflokkað · Spaugilegt · Stjórnmál og samfélag · Tölvur og tækni · Vinir og fjölskylda
Efnisorð: , , , , , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur