Viðvarandi lóðarskortur er staðreynd í Reykjavík. Hann hefur valdið þeim hækkunum fasteignaverðs í borginni, sem aldrei hafa sést áður, þrátt fyrir að oft hafi komið hækkunartímabil. Um er að kenna þrákelknislegri stefnu um þéttingu byggðar sem byggir á þeirri óraunhæfu framtíðarsýn núverandi meirihluta að í borginni sé aðeins aukning á ríkum Reykvíkingum sem hafa efni […]
Vill fólk búa hér í Reykjavík? – já – vill það búa í miðbæ Reykjavík? – já Getur fólk búið hér í Reykjavík? – einhverjir já, ekki allir. – getur ungt fólk búið í miðbæ Reykjavíkur? – nei, sárafáir. Það að vilja gera eitthvað er ekki það sama og raunverulega að gera eitthvað. Unga […]
Verkfælni meirihluta Samfylkingar, Bjartar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í borginni er staðreynd. Þessi meirihluti er líka sérstaklega ákvarðanatökufælinn eins og stofnun fjölda verkhópa og starfshópa er til vitnis um. Þeim leiðist óskaplega að afgreiða tillögur frá okkur í minnihlutanum. Þeir hafa hvorki kjark né þor til að hafna þeim né samþykkja. Því velkjast tillögurnar […]
Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og varaformaður Strætó bs. sagði í ræðustól í borgarstjórn þann 20. janúar síðastliðinn þegar málefni ferðaþjónustu fatlaðra voru til umræðu: “Öllum sem sagt var upp í þjónustuveri ferðaþjónustunnar var boðið starf hjá Strætó og það er ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið í boði að […]
Þann 9. október, fyrir tveimur mánuðum síðan, lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram eftirfarandi fyrirspurn í borgarráði: “Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Upplýsinga er óskað um hvaða lóðir eru í eigu Reykjavíkurborgar vestan Elliðaáa, sem eru byggingarhæfar nú, eða á næstu 6 mánuðum, sem ekki hefur verið ráðstafað til byggingaraðila.”, sbr. fundargerð 9. okt. […]
Í 5. gr. stofnsamnings um Strætó bs.(byggðasamlag) sem undirritaður var og samþykktur þann 7. maí 2001, kemur fram að formaður stjórnar skuli vera fulltrúi fjölmennasta sveitafélagsins. Það er engum blöðum um það að flétta að Reykjavík er fjölmennasta sveitafélagið sem að samningnum stendur. Kristín Soffía Jónsdóttir úr Samfylkingunni f.h. Reykjavíkur, á samkvæmt ofanrituðu að vera […]
Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík talar niður til þess hluta þjóðarinnar sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu. Frambjóðandinn talar um frekjuna í hyskinu af landsbyggðinni. Þetta hyski heimti að fá að stjórna nærumhverfi þeirra sem búi á höfuðborgarsvæðinu. Hverju svarar forysta Samfylkingarinnar þegar svona er talað til kjósenda hennar á landsbyggðinni? Er forystan sammála frambjóðandanum?
Ég er stolt af því að tilheyra einum elsta stjórnmálaflokki Íslands, að vinna með fólki sem er málsvari allskonar radda í öllu þjóðfélaginu, í öllum landshlutum. Fólki sem er víðsýnt og leggur áherslu á blandað hagkerfi einkareksturs, samvinnureksturs og opinbers reksturs á sem skynsamlegstan máta, því það trúir því að slík hugsun tryggi hagsæld í […]
Í borgarstjórn gleðst formaður borgarráðs, S. Björn Blöndal, yfir hækkandi fasteignaverði í Reykjavík og segir að kaup og sala fasteigna sé snúinn bransi. Einhverjir kunna að taka undir með honum. Mér hefur reyndar fundist formaður borgarráðs hafa átt frekar auðvelt með að átta sig á hlutunum og því er miður að þessi tegund viðskipta vefjist […]
Ég man vel þegar ég vandi komur mínar í Miðtúnið hér í borg á árum áður og húsráðandi sagði mér í hvert skipti frá fyrirhugðum breytingum á byggðinni í kring og þá sérstaklega Borgartúninu. Ekki náði ímyndunarafl mitt að mynda í huganum þá ásýnd sem nú er á þessu svæði. Byggingar í Borgartúni, Sóltúni og […]