Færslur með efnisorðið ‘Reykjavík’

Þriðjudagur 19.05 2015 - 23:09

Hver laug?

Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og varaformaður Strætó bs. sagði í ræðustól í borgarstjórn þann 20. janúar síðastliðinn þegar málefni ferðaþjónustu fatlaðra voru til umræðu: “Öllum sem sagt var upp í þjónustuveri ferðaþjónustunnar var boðið starf hjá Strætó og það er ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið í boði að […]

Fimmtudagur 04.12 2014 - 20:49

Lóðaskortur í Reykjavíkurborg

Þann 9. október, fyrir tveimur mánuðum síðan, lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram eftirfarandi fyrirspurn í borgarráði: “Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Upplýsinga er óskað um hvaða lóðir eru í eigu Reykjavíkurborgar vestan Elliðaáa, sem eru byggingarhæfar nú, eða á næstu 6 mánuðum, sem ekki hefur verið ráðstafað til byggingaraðila.”, sbr. fundargerð 9. okt. […]

Föstudagur 28.11 2014 - 14:37

Brestir í meirihlutasamstarfinu?

Það hefur óneitanlega vakið athygli mína að borgarfulltrúar meirihlutans hafa ávallt kosið eftir línunni og hvergi hefur mátt sjá nokkra misbresti í atkvæðagreiðslunum.  Foringjanum hefur verið hlýtt í hvívetna.  Nú brást foringjanum hins vegar að halda hjörð sinni saman, því þau undur og stórmerki gerðust í umhverfis- og skipulagsráði á miðvikudaginn sl, sbr. þessa fundargerð: Fundargerð […]

Mánudagur 10.11 2014 - 22:10

Stjórn Strætó bs.

Í 5. gr. stofnsamnings um Strætó bs.(byggðasamlag) sem undirritaður var og samþykktur þann 7. maí 2001, kemur fram að formaður stjórnar skuli vera fulltrúi fjölmennasta sveitafélagsins. Það er engum blöðum um það að flétta að Reykjavík er fjölmennasta sveitafélagið sem að samningnum stendur. Kristín Soffía Jónsdóttir úr Samfylkingunni f.h. Reykjavíkur, á samkvæmt ofanrituðu að vera […]

Laugardagur 08.11 2014 - 21:55

Samfylkingarforystan þögnuð?

Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík talar niður til þess hluta þjóðarinnar sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu. Frambjóðandinn talar um frekjuna í hyskinu af landsbyggðinni. Þetta hyski heimti að fá að stjórna nærumhverfi þeirra sem búi á höfuðborgarsvæðinu. Hverju svarar forysta Samfylkingarinnar þegar svona er talað til kjósenda hennar á landsbyggðinni? Er forystan sammála frambjóðandanum?

Þriðjudagur 04.11 2014 - 17:49

Snúinn bransi

Í borgarstjórn gleðst formaður borgarráðs, S. Björn Blöndal, yfir hækkandi fasteignaverði í Reykjavík og  segir að kaup og sala fasteigna sé snúinn bransi.  Einhverjir kunna að taka undir með honum.  Mér hefur reyndar fundist formaður borgarráðs hafa átt frekar auðvelt með að átta sig á hlutunum og því er miður að þessi tegund viðskipta vefjist […]

Laugardagur 13.09 2014 - 16:54

Íbúa(ó)lýðræði

Ég man vel þegar ég vandi komur mínar í Miðtúnið hér í borg á árum áður og húsráðandi sagði mér í hvert skipti frá fyrirhugðum breytingum á byggðinni í kring og þá sérstaklega Borgartúninu.  Ekki náði ímyndunarafl mitt að mynda í huganum þá ásýnd sem nú er á þessu svæði.  Byggingar í Borgartúni, Sóltúni og […]

Mánudagur 08.09 2014 - 11:20

Pant kaupa fasteign !

Meirihlutanum í Reykjavík finnst nákvæmlega ekkert athugavert við að samþykkja kauptilboð í fasteignir á eftirsóttasta stað borgarinnar og taka ákvörðun um „ásættanlegt“ verð á grundvelli 15 mánaða gamalla verðmata. Borgarstjórinn kom kokhraustur í viðtal í kvöldfréttum RÚV 2. september síðast liðinn og sagði að það hafi verið leitað eftir mati tveggja reyndra fasteignasala um hvað […]

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur