Danska alþýðuskáldið Kim Larsen er látinn. Ég þakka fyrrum kennara mínum Vernharði Linnet fyrir að kynna mig fyrir þessum mikla tónlistarmanni dana. Með einstökum hætti nýtti Venni, eins og við kölluðum hann oftast, texta og lög Kim Larsen og þannig virkjaði hann okkur nemendur í að syngja með og kynna okkur innihald textanna sem skáldið söng. Ég fór aðra leið en þá að hella mér í það að læra dönsku, því ég hreyfst þarna mjög af tónlist og persónunni Kim Larsen.
Eftir situr merkileg saga um skáldið Kim Larsen sem nam land á Íslandi með tónlist sinni og alla leið í grunnskóla borgarinnar. Fyrir það er ég afar þakklátur fyrir og þykir vænt um minninguna er við nemendur Venna sátum í hátíðarsal Breiðholtsskóla, sáum Vernharð handleika plötuna þá skiptið, blása rykið af nálinni og við tókum þátt í merkilegasta kennslutíma sögunnar að ég tel – hlusta á í morgunsárið á Kim Larsen og fræðast um dönsku – á okkar hátt!
Blessuð sé minning þessa mikla skálds!
…tak for hele tiden Kim Larsen!
Rita ummæli