Sunnudagur 30.09.2018 - 11:54 - Rita ummæli

MEÐ KIM LARSEN Í DÖNSKUTÍMA

Danska alþýðuskáldið Kim Larsen er látinn. Ég þakka fyrrum kennara mínum Vernharði Linnet fyrir að kynna mig fyrir þessum mikla tónlistarmanni dana. Með einstökum hætti nýtti Venni, eins og við kölluðum hann oftast, texta og lög Kim Larsen og þannig virkjaði hann okkur nemendur í að syngja með og kynna okkur innihald textanna sem skáldið söng. Ég fór aðra leið en þá að hella mér í það að læra dönsku, því ég hreyfst þarna mjög af tónlist og persónunni Kim Larsen.

Eftir situr merkileg saga um skáldið Kim Larsen sem nam land á Íslandi með tónlist sinni og alla leið í grunnskóla borgarinnar. Fyrir það er ég afar þakklátur fyrir og þykir vænt um minninguna er við nemendur Venna sátum í hátíðarsal Breiðholtsskóla, sáum Vernharð handleika plötuna þá skiptið, blása rykið af nálinni og við tókum þátt í merkilegasta kennslutíma sögunnar að ég tel – hlusta á í morgunsárið á Kim Larsen og fræðast um dönsku – á okkar hátt!

Blessuð sé minning þessa mikla skálds!

…tak for hele tiden Kim Larsen!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar