Fimmtudagur 04.10.2018 - 01:15 - Rita ummæli

EINMANA Í BORGINNI

 

Lífið markar okkur með ýmsum hætti. Við vinnum sigra og upplifum ósigra. Við kynnumst sum hver lífsbaráttu sem er ómannlegt að þola en gerir okkur oft kleift til að skilja heiminn og verkefnin sem okkur eru sett. Á einn eða annan hátt þá sigrum við – að lokum.

Tindur Gabríel, eða Ingimundur Valur Hilmarsson var hersir hins lifandi lífs og háði mestu orrustur þess. Tindur Gabríel lést fyrir skemmstu. Ég kynntist Tindi á vígvelli sínum. Í mestu þjáningum alkahólismans reis Tindur Gabríel upp og sigraði baráttuna það skiptið. Í fallegu viðtali í Fréttablaðinu þann 4. ágúst s.l. var Tindur Gabríel í sigurborgum og stoltur af ró sinni og edrú sigri. Hann ræddi einmitt um atið í borginni og þá staðreynd að einmanaleikinn er í raun allstaðar. En Tindur Gabríel tókst á við einmanaleikann á sinn hátt og var eftirbreytni í því. Með náttúruna og heimspekina í örmum sér naut hann þess sem Guð gaf. Í viðtalinu naut hann sín.

Eitt skiptið hitti ég Tind Gabríel í einni orrustunni á Ingólfstorgi í Reykjavík. Hann var lemstraður og þreyttur eftir átökin við Bakkus. „Ég þarf að hvíla mig, ég Tindur Gabríel, eins og nafnið Gabríel erkiengill Guðs. Ég heiti eins og erkiengillinn sem Guð hefur…hetja Guðs,“ sagði Tindur Gabríel við mig og við ræddum saman um Guð stutta stund, en ég heyrði það strax að hann hafði trúna í hjarta sínu og guðlegan styrk.

Nú hefur þessi góði maður yfirgefið vígvöllinn þar sem sigrarnir voru og aðrar orrustur sem unnust eða töpuðust. Eftir situr minning um mann sem kannski var einmana í ati borgarinnar, týndur í kerfislægu þrasi um raunverulegt líf fólks sem verður utanvelta í baráttunni. Fólkið sem sigrar að lokum, en er einmana í borginni – og andvarp þeirra þagnar að lokum.

„En engillinn svaraði honum: „Ég er Gabríel sem stend frammi fyrir Guði“… Lúkasarguðspjall.

Blessuð sé minning minning þín Tindur Gabríel.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar