Færslur fyrir flokkinn ‘Lögregla og dómsmál’

Miðvikudagur 29.01 2014 - 00:15

Nímenningamálið hið nýja

Níu manns sæta ákæru í Gálgahraunsmálinu. Glæpur þeirra er sá að óhlýðnast lögreglu. Sem vafasamt er að hafi haft nokkurn rétt til að skipa þeim fyrir. Þótt Hraunavinir hafi verið að mótmæla allt öðrum hlutum en mótmælendurnir sem mættu í Alþingshúsið 8. desember 2008, og þótt Hraunavinir séu ekki ákærðir fyrir tilraun til valdaráns, eru […]

Föstudagur 06.12 2013 - 12:48

Löggan skúrar eftir sig

Ætli það tíðkist nokkursstaðar í hinum vestræna heimi að þegar lögreglan skýtur mann til bana fái hún sjálf að hreinsa vettvang  áður en rannsókn hefst? Eru þetta eðlileg vinnubrögð? Hvernig er þetta gert í öðrum löndum? Og hversvegna eru engir fjölmiðlar að leita svara við því? Hér eru smá upplýsingar um það hvernig Norðmenn standa […]

Fimmtudagur 05.12 2013 - 17:11

Hvor fréttin er röng?

06:00: Sérsveitarmenn beita gasvopnum. Maðurinn hleypir af skotum út um glugga íbúðarinnar í framhaldinu. Ekkert gengur að hafa samband við manninn. Þegar sérsveitarmenn fara inn í íbúðina öðru sinni skýtur hann á þá og hæfir höfuð eins þeirra. http://www.ruv.is/frett/lest-eftir-skotbardaga-vid-logreglu Klukkan 7:34 er maðurinn kominn upp á slysadeild og búið að aflýsa hættuástandi.   Samkvæmt upplýsingum […]

Miðvikudagur 04.12 2013 - 12:15

Þeir stóðu sig vel

Þeir stóðu sig vel við erfiðar aðstæður. Kastljóssmenn. Maður er látinn. Féll fyrir byssuskoti lögreglu. Fjölskylda mannsins í sárum, nágrannarnir í áfalli. Og löggan líka. Það hlýtur að vera áfall að verða mannsbani jafnvel þegar það er óhjákvæmilegt. Var það óhjákvæmilegt? Því hefur ekki verið svarað og þar sem lögregla neitar að gefa nokkrar upplýsingar […]

Miðvikudagur 27.11 2013 - 17:33

Vítisengill með áfallastreituröskun

  Einar „Boom“ Marteinsson krefst skaðabóta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds. Það myndi ég líka gera í hans sporum. Maðurinn sat í fangelsi í fimm mánuði, þar af tvo í einangrun enda þótt ekkert hefði komið fram sem bendlaði hann við líkamsárás sem í fjölmiðlum var kölluð „vítisenglamálið“ (þótt þar hefði enginn vítisengill komið nærri.) Við lestur […]

Laugardagur 13.07 2013 - 10:14

Norska aðferðin í fréttamennsku?

Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona: Þessi frétt er í fyrsta lagi hroðalega illa skrifuð. Fólk er ekki sjálfráðasvipt en það getur verið sjálfræðissvipt. Verra er þó að nafn konunnar er ekki rétt beygt. Nafnið Karen er að vísu beygt á tvo […]

Fimmtudagur 11.07 2013 - 00:45

Hvenær hættu þeir að vera þjónar?

Tungumálið kemur upp um okkur. Þegar ég hafði skrifað þennan pistil rann allt í einu upp fyrir mér að ég var nánast hætt að nota orðið lögregluþjónn.  Ég spurði Gúggul vin minn hversu algengt það væri og hann fann 247,000 niðurstöður þegar ég sló inn orðið „lögreglumaður“ en 77,700 þegar ég sló inn „lögregluþjónn“.  „Lögreglumenn“ […]

Mánudagur 08.07 2013 - 21:58

Skiljanleg viðbrögð löggunnar

[fb_video id=“10200167735496150″ height=“336″ width=“600″ ] Fyrstu viðbrögð lögreglunnar við þessu umtalaða myndbandi voru ummæli á ímyndarrunkssíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  Þar er bent á að fólki sé frjálst að leita réttar síns og staðfest að ríkissaksóknaraembættið muni skoða málið. Einnig segir: Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað […]

Laugardagur 06.07 2013 - 19:41

Úrskurðarnefnd sendir borgurum fingurinn

  Ég er búin að fá þessi gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óhætt að sýna almenningi og ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum. Eftir rúmlega 37 vikna bið frá því að ég lagði fyrst fram kæru (en þá var liðinn mánuður frá því að ég óskaði fyrst eftir gögnum) er niðurstaðan sú að […]

Þriðjudagur 26.03 2013 - 15:56

Kartöfluhýði Brynjars Níelssonar

_________________________________________________________________________________ Sama dag og skýrsla starfshóps um Guðmundar og Geirfinnsmál kemur út, taka menn til við að dreifa tveggja ára gamalli grein Brynjars Níelssonar um Guðmundar og Geirfinnsmálin á netinu. Grein sem virðist eiga að vera einhverskonar varnarskjal fyrir lögreglu og dómstóla. Bendir hann á nokkrar staðreyndir sem lágu til grundvallar dómum yfir sakborningum í […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics