Færslur fyrir nóvember, 2016

Fimmtudagur 24.11 2016 - 14:05

Framsókn er miðjan – ekki Viðreisn

Viðreisn stillti sér upp sem miðjuflokkur fyrir kosningar. Að vísu bættu þau gjarnan við “frjálslyndur” fyrir framan “miðjuflokkur”. Þegar hins vegar er skoðað hvaða fólk er í forystu Viðreisnar, hvaðan þau komu og hvaða megináhersla er í stefnu þeirra þá blasir við nokkuð hefðbundin hægri pólitík og náin tengsl við hörðustu sérhagsmunasamtök atvinnurekenda (SA og Viðskiptaráð). […]

Miðvikudagur 23.11 2016 - 14:13

Arðsamt að eiga illa rekinn banka

Ríkisendurskoðun hefur staðfest viðamikil afglöp við sölu eigna út úr Landsbankanum frá 2010 til 2016 (sjá hér). Enginn skilur hvers vegna þetta var gert með þeim hætti að eigandinn, íslenska ríkið (almenningur), hafi orðið af umfangsmiklum söluhagnaði. Enginn skilur heldur hvers vegna helstu stjórnendum bankans er áfram sætt við stjórnvölinn. Þetta er auðvitað afleitt. En […]

Miðvikudagur 16.11 2016 - 14:03

Valkostir VG

Nú þegar hægri stjórnin hefur verið sett á ís eru áhugaverðir kostir í myndinni. VG er næst stærsti flokkur landsins og leiðir því stjórnarmyndun, að Sjálfstæðisflokki frágengnum. Mikið er í húfi að það heppnist, því stór og spennandi verkefni bíða. Fjárhagur ríkisins býður nú upp á gott svigrúm til uppbyggingar og umbóta, sem stækka má […]

Sunnudagur 13.11 2016 - 14:18

Valkostir BF: Engeyjarstjórn eða Þjóðstjórn?

Nú reyna menn myndun hreinnar hægri stjórnar Sjálfstæðisflokks (D), Viðreisnar (C) og Bjartrar framtíðar (A). Það yrði réttnefnd “Engeyjarstjórn” þeirra frænda, Bjarna Benediktssonar og Benedikts Jóhannessonar. Slík stjórn yrði með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi (32 þingmenn). Hægri menn vilja samt reyna þetta, því mikið er í húfi að þeirra mati. Viðamiklar eignir liggja nú […]

Miðvikudagur 09.11 2016 - 12:07

Uppreisn alþýðunnar

Sigur Donalds Trump í forsetakosningunum vestra er sögulegur. Ekki bara fyrir Bandaríkin, heldur einnig fyrir vestræn ríki almennt. Það er bandarísk alþýða sem færir Trump sigurinn. Einkum hvítt fólk úr lægri millistétt og verkalýðsstétt, sem setið hefur eftir í lífskjaraþróun síðustu þriggja áratuga. Þessu fólki finnst það vera afskipt og sér störfin sín flytjast til annarra landa. […]

Laugardagur 05.11 2016 - 14:23

Hættan frá hægri

Á meðan margir tala sig ringlaða um það, að hægri – miðju – vinstri víddin í stjórnmálum sé úrelt, þá skerpa hægri menn hugmyndir sínar og herða sóknina. Hægri menn vita nefnilega vel hvað “hægrið” er í stjórnmálum. Þeir hafa hugmyndafræðina á hreinu. En hverjir eru hægri menn? Það eru yfirleitt þeir sem tala fyrir […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar