Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 12.04 2015 - 19:24

Reykjavíkurflugvöllur-lokaútkall

Nú má segja að það líði að lokaútkalli varðandi Reykjavíkurflugvelli því á morgun hefjast framkvæmdir við Hlíðarendasvæðinu.  Ég er afar hrygg yfir því að að þetta þýðingarmikla mál er komið í þessa stöðu sem mun þýða m.a að neyðarbrautin þarf að víkja. Þetta eru afskaplega rangar áherslur í íslensku þjóðfélagi sem verður að leiðrétta. Ég […]

Föstudagur 10.04 2015 - 21:46

Fullveldisgjöfin

Árið 2018 fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli eins mikilvægasta atburðar í sögu lands og þjóðar, fullveldisins, sem við hlutum loks 1. desember 1918. Fullveldið er okkur afar dýrmætt og mikilvægt að minnast þess að í kjölfarið tókum við stökk fram á við í átt til betri lífskjara sem er saga 20. aldarinnar fyrir okkur […]

Fimmtudagur 12.03 2015 - 10:50

Hálendið er auðlind

Ferðaþjónusta á Íslandi er orðinn stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur landsins. Um 80 prósent erlendra ferðamanna segjast koma til Íslands vegna einstæðrar náttúru landsins. Þar trónir efst ósnortið hálendið. Hálendi Íslands er því eitt og sér orðið ein af mikilvægustu tekjuskapandi auðlindum landsins, ásamt fiskistofnum og náttúrulegum orkugjöfum. Það segir sig sjálft að háspennumöstur og þjóðvegir passa illa […]

Þriðjudagur 10.02 2015 - 19:39

Skattagögnin, meir

  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra styður skattrannsóknarstjóra til að kaupa gögn um eignarhald Íslendinga erlendis ef embættið telur þau nýtast. Hann segir að engin grið verði gefin þeim sem borga ekki skatta.     Vísa í þessu samhengi í grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið 7. október 2014, undir fyrirsögninni Kaupum skattagögnin Skattrannsóknarstjóri hefur nýlega sent fjármálaráðuneytinu […]

Föstudagur 23.01 2015 - 13:31

Norrænar þingkonur snúa saman bökum

ELÍN HIRST alþingismaður, ANNICKA ENGBLOM þingmaður á sænska þinginu og ANNETTE LIND þingmaður á danska þinginu skrifa sameiginlega grein: Lögfestum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á öllum Norðurlöndum! Nýverið var því fagnað á Norðurlöndum og víðar um heim að 25 ár eru liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn eins og hann […]

Föstudagur 09.01 2015 - 23:31

Je suis Charlie

  Afar öflug skilaboð eru nú send til umheimsins vegna hinna hroðalegu morða á ritstjórnarskrifstofu skoptímaritsins Charlie Hebdo. Skilaboðin eru einfaldlega „Ég er Charlie“ eða „Je suis Charlie“. Hundruð þúsunda manna hafa safnast saman á götum og torgum í Frakklandi og öðrum löndum og halda á skiltum með þessari áletrun. Skilaboðin sem beint er til […]

Laugardagur 03.01 2015 - 20:04

Markmiðið að auka kaupmátt!

  Nú hafa breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum tekið gildi sem munu hafa áhrif á verðlag á mjög mörgum sviðum. Hér er um að ræða þarfar skattkerfisbreytingar sem ég studdi sem hluta af breyttri efnahagsstjórn með það að markmiði að allir landsmenn njóti betra lífskjara. Breytingarnar munu hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, bæði til hækkunar […]

Sunnudagur 16.11 2014 - 20:17

Verjum Reykjavíkurflugvöll

Framtíð Reykjavíkurflugvallar er stórmál sem varðar alla þjóðina og getur aldrei orðið einkamál borgaryfirvalda. Þess vegna á ég afar erfitt með að skilja þá ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar að gefa út framkvæmdaleyfi til verktaka á Hlíðarendasvæðinu. Með þeirri ákvörðun er borgin í raun að gera svokallaða neyðarbraut ónothæfa. Þrátt fyrir að hin nýja byggð […]

Þriðjudagur 20.05 2014 - 19:50

Árbæjarsafn flutt í miðbæinn

Gamla bæjarmynd Reykjavíkur er eitt af því sem sem mun laða að erlenda ferðamenn í framtíðinni. Þar að auki mundi slík söguleg ásjóna, innan um nýbyggingar auðvitað, auka á góðan borgarbrag. Það er fátt fallegra en gömul hús sem er vel við haldið. Hvernig væri að flytja Árbæjarsafn eða hluta þess niður í bæ, etv. […]

Þriðjudagur 08.04 2014 - 21:07

Rússar fá á baukinn á Akureyri

Þing Norðurlandaráðs sem haldið var í Hofi á Akureyri samþykkti nú undir kvöld harðorða yfirlýsingu vegna framgöngu Rússa í Úkraínu og stjórnmálaástandsins sem skapast hefur vegna þessa.  Þetta er í fyrsta sinn sem Norðurlandaráð ályktar með þessum hætti um utanríkismál, segja mér fróðari menn. Ég flutti ræðu til stuðnings þessari ályktun í dag og birti hana hér: […]

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur