Þriðjudagur 01.04.2014 - 11:38 - FB ummæli ()

Nei, það er enginn að úthýsa mér

Ég er á ferðalagi með stopulan aðgang að lélegri nettengingu og sá ekki fyrstu útgáfuna af þessari frétt. Sá fréttina reyndar ekkert fyrr en í dag en svo virðist sem pistill minn um ritskoðunarkröfur hafi valdið misskilningi. Það þykir mér leitt og ég vildi að ég hefði vandað mig betur. Ritstjórn Kvennablaðsins hefur ekki á nokkurn hátt gefið til kynna að hún hyggist láta undan þrýstingi um að úthýsa mér. Ritskoðunarkröfur ná nefnilega ekki alltaf fram að ganga, sem betur fer.

Ég hef líka fengið nokkrar fyrirspurnir um það hvort Eyjan hafi sett annan bloggara í minn stað í þetta pláss, en ég hef síðustu vikurnar ekki verið eins sýnileg á Eyjunni og áður. Svo er ekki. Skýringin á þessum tilfæringum er sú að um mánaðamótin jan-feb, tilkynnti ég ritstjórn Eyjunnar að ég ætlaði að taka mér tveggja mánaða bloggfrí og vildi láta vita af því svo væri hægt að bjóða einhverjum virkari sætið mitt. Ég fékk strax svar um að ég fengi sætið mitt aftur um leið og ég óskaði eftir því. Sem ég hef nú gert með þeim árangri að óskin var uppfyllt tafarlaust.

Semsagt, kröfur nokkurra dólgafeminista um að skrif mín um feminisma verði ritskoðuð eða bönnuð, munu ekki ná fram að ganga. Ég hef  heldur engar áhyggjur af því að þau fækki flettingum á Kvennablaðinu enda hafa feministapistlarnir mínir jafnan fengið mikinn lestur.

Flokkar: Allt efni · Fjölmiðlar · Kynjapólitík
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics