Fimmtudagur 30.05.2013 - 18:22 - FB ummæli ()

1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti

Og nú er ég búin að lesa fullt af fréttum sem skipta máli og get haldið áfram þar sem frá var horfið.

Fyrsta og augljósasta ástæðan fyrir því að við ættum að uppræta feminisma er sú að við höfum ekkert með hann að gera. Ekki frekar en við höfum neitt með það að gera að hafa þrjá reykskynjara í eldhúsinu. Við erum með ágætt brunavarnakerfi sem kallast mannréttindastefna. Ofhlæði af lélegum, ofnæmum reykskynjurum sem vara við eldsvoða í hvert sinn sem einhver ristar brauð, hjálpar ekki til og getur valdið skaða. Og það er eins með feminismann.

Það er engin þörf fyrir feminisma í okkar heimshluta. Við þurfum jafnréttisstefnu að sjálfsögðu en ekki feminisma. Í  þriðja heiminum er þörf fyrir kvenfrelsisstefnu en ekki hina vestrænu klámfóbíuhreyfingu.

Og plís hlífið mér við kosningaréttarrökunum því ofnæmisviðbrögð mín gagnvart þeim eru orðin svo sterk að ég bara æli. Þótt íslenskar konur hafi ekki fengið kosningarétt fyrr en heilum 5 árum síðar en meirihluti íslenskra karla  (og reyndar fengu fátækir karlar ekki kosningarétt fyrr en konur fengu hann, fram til 1915 voru það ekki „karlar“ sem höfðu kosningarétt heldur fjárhagslega sjálfstæðir karlar) þá þýðir það ekki að við þurfum að sitja undir endalausu bulli um að íslenskar konur búi við feðraveldi. Auk þess var barátta kvenna fyrir kosningarétti fyrst og fremst hagsmunabarátta efri stéttanna. Suffragetturnar voru engir sósíalistar, þær voru flestar hægri sinnaðar menntakonur úr efri millistétt.

Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti.

 

femugla1

 

 

———–
Stuttar færslur um 33 ástæður til að uppræta femnisma verða birtir jafnt og þétt í sumar. Þessir eru þegar komnir í loftið:

33 ástæður til að uppræta feminisma
1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6.  Feminismi firrir konur ábyrgð
7.  Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9.  Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10.  Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13.  Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14.  Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi
29. Feministar ýkja tölur um kynbundinn launamun
30 Feministar styðja kynbundna mismunun
31 Feminismi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum
32 Feminismi nærir sorpblaðamennsku
33 Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics