Það stendur ekki á lögreglunni að handtaka fólk og yfirheyra þegar glæponarnir þvælast fyrir verktökum í Gálgahrauni eða fara í taugarnar á starfsmönnum Bandaríska sendiráðsins. Það stendur ekki á þeim þegar fréttist af hálfu grammi af hassi einhversstaðar, þá er rokið til -sérsveitin send á staðinn og húsleit gerð og ekki endilega beðið dómsúrskurðar. En […]
Í hádeginu á morgun, miðvikudag, boða nokkur samtök til mótmælafundar við innanríkisráðuneytið að Sölvhólsgötu. Lýðræðisfélagið Alda, Attac, No Borders -Iceland og Fálg áhugafólks um málefni flóttamanna, standa að fundinum. Tilefnið er lekamálið en þess er krafist að lekamálið verði upplýst og að innanríkisráðherra víki. Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér.
Fyrir liggur úrskurður Persónuverndar um að félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs hafi ekki verið heimilt að krefja umsækjanda um fjárhagsaðstoð um þvagsýni. Ástæðan sem félagsmálanefnd ber fyrir sig er grunur um að umsækjandi neytti fíkniefna en í reglum félagsþjónustunnar um fjárhagsaðstoð segir: Heimilt er að synja umsækjendum um fjárhagsaðstoð séu þeir í neyslu áfengis- eða annarra vímuefna, en […]
Níu manns sæta ákæru í Gálgahraunsmálinu. Glæpur þeirra er sá að óhlýðnast lögreglu. Sem vafasamt er að hafi haft nokkurn rétt til að skipa þeim fyrir. Þótt Hraunavinir hafi verið að mótmæla allt öðrum hlutum en mótmælendurnir sem mættu í Alþingshúsið 8. desember 2008, og þótt Hraunavinir séu ekki ákærðir fyrir tilraun til valdaráns, eru […]
Sigurjón Kjærnested var einn þeirra sem tóku til máls í umræðum um lekamálið í þinginu í dag. Sigurjón fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gögnin hafi komið frá innanríkisráðuneytinu. Þetta er ekki rétt hjá Sigurjóni. Þvert á móti bendir ALLT til þess að gögnin komið þaðan. 1. Eins og Mörður […]
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði innanríkisráðherra að minnisblað um tiltekna hælisleitendur samræmdist ekki neinum gögnum sem til séu hjá ráðuneytinu. Eðlilegast er að túlka þessi orð Hönnu Birnu á þann veg að blaðið hafi verið samið utan ráðuneytisins. Hafi hún átt við eitthvað annað, svosem það að blaðið hafi einhverntíma verið til en sé það […]
Þetta viðtal við Þóreyju Vilhjálmsdóttur er einhver aumasta tilraun til yfirklórs sem ég hef nokkurntíma orðið vitni að. Fyrst talar hún um að fjölmiðlar hafi vitnað í „minnisblað úr ráðuneytinu“. Svo heldur hún því fram að búið sé að sýna fram á að blaðið hafi ekki farið úr ráðuneytinu. Þetta er þversögn. Enginn annar en […]
Ráðsnilld íslenskra stjórnvalda er með ólíkindum þegar þau vilja losna við flóttamenn. Oftast er Dyflinnarsamkomulagið misnotað til þess að troða flóttamanninum upp á ríki sem þegar taka við miklu fleira fólki en þau ráða við. Það sem gerist þá er að Útlendingastofnun sendir þarlendum stjórnvöldum erindi þess efnis að hún telji að hinu ríkinu beri […]
Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því. Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu. Netdólgur pönkast á netdólgum Hildur Lilliendahl er með umdeildari konum. […]