Eins og ég hef fjallað um í pistlunum sem ég tengi á hérna neðst, er meginmakmið feminista að koma á nýju kennivaldi, kennivaldi kvenhyggjunnar. Í því skyni vinna kvenhyggjusinnar markvisst að því að yfirtaka alla umræðu og orðræðu sem snertir kynjamál. Einn þátturinn í þeirri viðleitni felst í endurtúlkun bókmennta og annarra lista. Ég mun […]
Ég féll fyrir Harmageddongríninu. Ég hlustaði á viðtalið og hugsaði „rassgat og alnæmi, er þetta ekki grín?“ en trúði samt. Var byrjuð að skrifa Frosta skammarbréf þegar mér var bent á að dónagaurinn kallaði sig Millz. Ég skil ekki hvernig mér gat yfirheyrst það. Í framhaldinu benti Snjáldurvinur mér svo á þessa stuttu úttekt á lögmáli Poes. […]
Þrátt fyrir að ég tæki það skýrt fram í pistli mínum í gær að ég væri ekki að kalla eftir gagnrýni á Erp Eyvindarson eða ætlast til þess að feministar gagnrýndu annað en þeim bara sýnist, hafa viðbrögðin að miklu leyti snúist um það hvort eigi að gagnrýna Erp og hvort það séu þá feministar […]
Þegar ég sá þetta myndband átti ég von á því að feminstar myndu brenna Erp Eyvindarson á báli. Erpur flokkast sem fyrirmynd og þarna kemur hann fram, fullorðinn tónlistarmaður, eins og hani í hæsnahóp, með hóp af framhaldsskólastelpum í heita pottinum. Hann talar svo um þær sem „fýsur“ og segist hafa skráð sig í fjarnám […]
Hugleikur Dagsson er skemmtilegur listamaður. Ég kaupi bækurnar hans handa fermingarbörnum. Og nei, ég hef ekki áhyggjur af því að ungviðið misskilji samfélagsádeilu Hugleiks og haldi að hann sé að mæla með fjöldamorðum og barnaníði. Og Hugleikur er ekki bara góður listamaður. Hann er líka svo góður strákur. Það hefur hann sjálfur staðfest. Hulli er […]
Þessi grein tilheyrir pistlaröð um kennivald kvenhyggjunnar. Tenglar á fyrri pistla í röðinni eru í lok greinarinnar. —— Hreyfing sem stefnir að því að koma á kennivaldi, gerir sér far um að yfirtaka alla umræðu sem snertir áhugasvið hennar. Einn mikilvægasti áfanginn á þeirri vegferð er sá að yfirtaka fjölmiðlaumfjöllun og þar hafa íslenskir feministar […]
Í félagsvísindum eru til tveir flokkar rannsókna, megindlegar rannsóknir og eigindlegar. Í umræðu um aðferðafræði kynjafræðinga ber á því viðhorfi að eigindlegar rannsóknaraðferðir komi í staðinn fyrir eða séu jafnvel betri en megindlegar rannsóknir og því sé fráleitt að tala um að kynjafræðirannsóknir standist ekki vísindalegar kröfur. Spurt er hvað þeir sem gagnrýna kynjafræðina hafi á […]
Kynjafræðingur skrifar Smugugrein og hafnar því að kynjafræðin séu gervivísindi. Við skulum skoða rökin: Kynjafræðin skýlir sér aldrei á bak við yfirvarp „hlutleysis“, hún setur einmitt spurningarmerki við hlutleysi og segir það vart vera til. Kynjafræðin hafnar að hægt sé að framleiða „hlutlausa“ og „réttmæta“ þekkingu. Við erum semsagt að tala um „vísindi“ sem hafna […]
Það er sorglega lítið um að íslenskir blaðamenn bjóði upp á vandaðar fréttaskýringar. Oft virðist eina hlutverk þeirra vera það að halda á hljóðnemanum og láta „fræðimenn“ um að skýra mál sem þeir hafa enga sérstaka þekkingu á umfram þá sem almenningur hefur. Nú hef ég síður en svo neitt á móti því að sérfræðingar […]
Fyrri pistlar í þessari röð sá nýjasti efst: Hugtakaskýringar Kynungabókar Sýn Kynungabókar á kynbundið ofbeldi Feitabollufeminismi í skólana – um heilsufarskafla Kynungabókar Fjölmiðlakafli Kynungabókar Kynungabók og vinnumarkaðurinn Skólakafli Kynungabókar Efnistök Kynungabókar – söguskoðun og fjölskyldan Jafnréttisfræðsla er byggð á pólitískri hugmyndafræði Kynjafræðin þjónar kennivaldinu Kennivald kvenhyggjunnar Hvernig veit ég hvað feministar hugsa? ——————– Þessi grein […]