Færslur fyrir flokkinn ‘Kynjapólitík’

Laugardagur 02.02 2013 - 16:53

Kynjakerfi kvenhyggjunnar (Skyggnulýsing 3c)

  Kvenhyggjusinnar telja sig vera að uppræta kynjakerfið. Í raun og veru eru þeir aðeins að útfæra það á aðeins annan hátt, sem heldur konum í hlutverki súkkulaðikleinunnar. Þessi færsla tilheyrir pistlaröð sem heitir „Skyggnulýsingar“. Tenglar á fyrri færslur eru fyrir neðan textann. Til upprifjunar: Á þriðju glærunni eru settir upp tveir dálkar sem eiga […]

Föstudagur 01.02 2013 - 16:35

Er kynjakerfið til? (Skyggnulýsing 3b)

Fyrri pistlar í þessari röð, sá nýjasti efst: Skyggnulýsing 3a Skyggnulýsing 2 Skyggnulýsing 1 Fánaberar fávísinnar Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni? Tilefni þessarar pistlaraðar eru skyggnur með fyrirlestri sem tilheyrir grunnnámskeiði í kynjafræði. Þar er ég réttilega kynnt sem „kyndilberi andfeminisma“ en andfeminismi er, ólíkt kvenhyggjunni, jafnréttisstefna. Glærurnar vekja þó grunsemdir um […]

Miðvikudagur 30.01 2013 - 12:20

Vinstri handar villan

Á fyrri hluta 20. aldar stóðu barnakennarar frammi fyrir erfiðu vandamáli. Sum börnin þráuðust við að læra rétt vinnubrögð. Þau höfðu óeðlilega tilhneigingu til að skrifa og teikna með vinstri hendinni. Skýringin á þessu var ekki einber óþekkt, þau virtust hreinlega ekki ráða við þetta. Ýmis ráð voru reynd til að uppræta vinstri handar villuna. […]

Sunnudagur 27.01 2013 - 21:31

Lögmundur og Langholtsskóli

  Í Silfrinu í dag kveinaði innanríkisráðherra um að almenningur í landinu væri að beita hann „þöggun“ í Klámstofumálinu. Þeir sem leggjast gegn ritskoðun eru að hans sögn í „hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn“. Lögmundur heldur væntanlega að þetta snúist um umhyggju okkar fyrir klámframleiðendum. Að sami hópur tæki því þegjandi ef ætti að banna efni sem sýnir […]

Fimmtudagur 24.01 2013 - 15:48

Þessvegna þarf kynjakvóta í „Gettu betur“

  Af hverju þarf að jafna kynjahlutföllin í spurningakeppni framhaldsskólanna? Að sögn Stefáns Pálssonar þarf kynjakvóta af því að Gettu betur er ekki nógu gott sjónvarpsefni eins og er. Af pistli hans á Knúzinu í gær má einnig ráða að hann þjáist af samviskubiti yfir því að hafa skapað strákamenningu. Eins og hann orðar það; […]

Mánudagur 14.01 2013 - 03:10

Andfeminismi og nafnbirtingar

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um réttmæti þess að fjölmiðlar birti nöfn grunaðra glæpamanna og myndir af þeim. Eins eru skiptar skoðanir um það hvort beri að nota orðalagið „meint kynferðisbrot“ frekar en að slá því föstu að brot hafi verið framið. Mál Karls Vignis Fyrir liggur að barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinsson hefur, auk […]

Laugardagur 12.01 2013 - 23:11

…sjúkir en fagrir

Jæja, loksins hefur meintur feministi gert heiðarlega tilraun til að svara gagnrýni minni, þ.e.a.s. því sem ég hef sagt en ekki einhverju allt öðru. Með vísu Steingríms Thorsteinssonar sem Gísli Ásgeirsson notar sem inngang að pistli sínum, lýsir hann þeirri afstöðu sinni að umfjöllun mín um ofstæki feminista sé ekkert nema „rógur“. Rógur er samkvæmt […]

Þriðjudagur 08.01 2013 - 02:16

Nokkur dæmi um ofstæki feminista

Hatrið í garð feminista hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með umræðunni. Fúkyrðaflaumur og ofbeldisórar virka að vísu ekki vel til þess að breyta skoðunum neins en þetta virkar hinsvegar prýðisvel til þess að draga athyglina frá því sem þessar konur segja og að því hatursfulla skítkasti sem þær sitja undir. Sem er […]

Föstudagur 04.01 2013 - 23:12

Ertu femenisti?

Ég er feministi – EN… – en ég er samt ekkert að segja að konur séu rosalega kúgaðar. – en mér finnst framkvæmd VG á röðun kvenna á framboðslistum ekki vera jafnréttisstefna. – en ég held ekki að rugludallarnir í albúmi Hildar Lilliendahl standi fyrir dæmigerð viðhorf. – en ég er samt á móti því […]

Sunnudagur 30.12 2012 - 13:08

Klámmyndir ársins 2012

  Þessi dræsulega háskólastúdína var klárlega klámmyndafyrirsæta ársins 2011. Myndin var notuð á auglýsingu fyrir sloppasölu lyfjafræðinema. Ég skrifaði stutta hugleiðingu um þessa mynd á sínum tíma. Þessi klámmynd kom í óvæntar þarfir feminista, því þegar mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar gekkst fyrir ritun sérstaks klámbæklings til þess að sporna gegn kláminu á vinnustöðum borgarinnar, kom í ljós að […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics