Lestin renndi að og kona sem hafði greinilega gengið hraðar en henni þótti þægilegt kom niður á brautarpallinn í sömu andrá. „Ég er fegin að ég náði lestinni, það er svo langt á milli ferða á kvöldin“ sagði hún um leið og við stigum inn í vagninn. „Annars á maður ekki að kvarta yfir Scotrail, ég […]
Þegar ég sá fréttir af hungurverkfalli unga flóttamannsins Ghasem, frá Afghanistan, hristi ég höfuðið. Hungurverkfall er þjáningafull og stórskaðleg mótmælaaðferð sem bitnar fyrst og fremst á mótmælandanum sjálfum og hefur sjaldan áhrif fyrr en ástandið er orðið lífshættulegt. Fólk heldur ekki hungurverkfall út nema örfáa daga nema það sé raunverulega tilbúið til að deyja fyrir málstaðinn […]
Ráðsnilld íslenskra stjórnvalda er með ólíkindum þegar þau vilja losna við flóttamenn. Oftast er Dyflinnarsamkomulagið misnotað til þess að troða flóttamanninum upp á ríki sem þegar taka við miklu fleira fólki en þau ráða við. Það sem gerist þá er að Útlendingastofnun sendir þarlendum stjórnvöldum erindi þess efnis að hún telji að hinu ríkinu beri […]
Ég hef ásamt ásamt syni mínum og mörgum öðrum gagnrýnt forsíðufrétt Fréttablaðsins þann 20. nóvember, af máli hælisleitendanna Tony Omos og Evelyn Glory Josep frá Nígeríu. Fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um málið á sömu nótum og Fréttablaðið. M.a. hefur verið fullyrt að Tony sé grunaður um aðild að mansali. Nú hefur mér borist afrit af […]
Nei elskurnar, það á ekki að refsa fólki fyrir að vera fífl. Í fyrsta lagi eru rökin fyrir ritskoðun og annarri skerðingu tjáningarfrelsis alltaf þau að uppræta þurfi hættuleg viðhorf eða koma í veg fyrir að þau nái fótfestu. Í okkar samfélagi vilja góðir menn þagga niður í þeim sem hatast við samkynhneigð. Í mörgum […]
Síðustu daga hafa fjölmiðlar flutt fréttir af máli hælisleitandans Tony Omos frá Nígeríu. Komið hefur fram að samkvæmt trúnaðargögnum sem starfsmaður Innanríkisráðuneytisins lak í fjölmiðla hafi Útlendingastofnun vísað manninum úr landi þrátt fyrir að hann sé grunaður um aðild að mansali. Mansal er glæpur sem einn og sér varðar 12 ára fangelsi og verður að […]
Kærleiksblómið sem gegnir embætti innanríkisráðherra vill koma kristniboðskap inn í skólana aftur. Daginn eftir að þær fréttir bárust sagði DV frá enn einu mannréttindabrotinu af hálfu Útlendingastofnunar. Flóttamenn eru fólk sem á raunverulegri ögurstund neyddist til að flýja heimaslóðir sínar og margir þeirra eiga ekki afturkvæmt þangað. Ég þekki ekki sögu Tonys en ég veit […]
Í upphafi 19. aldar var Reykjavík varla meira en þorp. Þar bjó rjómi þjóðarinnar, athafnamenn og harðduglegt fólk sem byggði upp þessa menningarborg sem Reykjavík er í dag. Meirihluti Íslendinga var þó búsettur úti á landi. Á þeim tíma bjó vinnufólk við vistarband. Það merkti að þeim sem ekki höfðu jörð til umráða var skylt […]
Átta milljónir kostaði að senda Króatana aftur „heim“. Eftir nokkrar vikur fær Króatía aðild að Evrópusambandinu og þá geta þeir komið aftur ef þeim sýnist svo. Því er von að fólk spyrji hver tilgangurinn sé með því að borga undir þá flug „heim“. Tilgangurinn er sá að senda skilaboð. Skilaboð sem í senn eru ætluð […]
_______________________________________________________________________________ Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar um Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi. Ég hef verið að velta fyrir mér málefnum flóttamanna á Íslandi undanfarið, sérstaklega í ljósi nýjustu frétta um ungt par sem á að vísa úr landi og það í sitthvort landið. Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum […]