Færslur fyrir flokkinn ‘Allt efni’

Miðvikudagur 10.07 2013 - 14:02

Og enginn spyr hvort þeim finnist það í lagi

Fjöltengið Jón Hákon Magnússon tjáði sig um mál Edwards Snowden á Bylgjunni í gærmorgun (viðtalið byrjar á 5. mínútu.) Ekki finnst Jóni Hákoni ástæða til þess að Íslendingar skipti sér af mannréttindum manns sem afhjúpaði stórfelldar persónunjósnir. Allt snýst þetta auðvitað um okkar viðskiptahagsmuni. Ekkert er minnst á þá hagsmuni okkar og annarra jarðarbúa að […]

Mánudagur 08.07 2013 - 21:58

Skiljanleg viðbrögð löggunnar

[fb_video id=“10200167735496150″ height=“336″ width=“600″ ] Fyrstu viðbrögð lögreglunnar við þessu umtalaða myndbandi voru ummæli á ímyndarrunkssíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  Þar er bent á að fólki sé frjálst að leita réttar síns og staðfest að ríkissaksóknaraembættið muni skoða málið. Einnig segir: Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað […]

Mánudagur 08.07 2013 - 10:34

Skemmtiþjófar á Facebook – fréttaveitan

  Er fréttaveitan þín full af kisumyndum og vondum húmor svo þú þarft að leita í kraðakinu til að sjá áhugaverðar umræður? Eða sérðu ekki íþróttastatusa fyrir reiðilegri pólitískri gagnrýni frá grautfúlum álitshöfum? Eins og í raunheimum þarftu að leiða hjá þér ýmisskonar röfl ef þú ætlar að vera í stöðugum samskiptum við einhvern facebook […]

Sunnudagur 07.07 2013 - 12:17

Skemmtiþjófar á Facebook – leikjaboð

  Ég tek oft eftir því að fésbókarnotendur ergja sig á því að fréttaveitan þeirra sé full af kattamyndum, pólitískum áróðri eða lélegum húmor. Einnig sér maður oft furðulostinn netverja velta því fyrir sér hvernig hann lenti í tilteknum hóp. Í hverri einustu viku sé ég gremjuleg skilaboð á borð við „hættið að senda mér […]

Laugardagur 06.07 2013 - 19:41

Úrskurðarnefnd sendir borgurum fingurinn

  Ég er búin að fá þessi gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óhætt að sýna almenningi og ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum. Eftir rúmlega 37 vikna bið frá því að ég lagði fyrst fram kæru (en þá var liðinn mánuður frá því að ég óskaði fyrst eftir gögnum) er niðurstaðan sú að […]

Fimmtudagur 04.07 2013 - 17:33

Ég fæ aðgang að Búsóskýrslunni

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni. Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á […]

Laugardagur 29.06 2013 - 16:36

Endurskilgreiningar

Tungumálið kemur upp um viðhorf okkar. Stundum afhjúpar það viðhorf sem við erum horfin frá en lituðu samfélag okkar um langa hríð. Þetta eru orð sem hafa verið tekin í sátt svo fremi sem þau eru ekki notuð um það sem þau upphaflega merktu.  Það má t.d. nota orðið fáviti um fólk sem hegðar sér […]

Fimmtudagur 27.06 2013 - 10:13

Borgaraleg óhlýðni Alþingis?

Samkvæmt fréttum gera reglur Evrópuráðsins ráð fyrir kynjakvótum. Hér segir  að kynjahlutföll eigi að endurspegla kynjahlutföll á þingi og að minnst einn fulltrúi af því kyni sem á hallar skuli sitja í hverri nefnd. Þessu er ekki hægt að framfylgja ef kosið er í nefndir. Samt er íslenska sendinefndin kosin. Þjóðþingið gefur þannig skít í […]

Mánudagur 24.06 2013 - 13:47

Din dansk er da skidegod

Haltu á ketti; din dansk er da skidegod! sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands við Helle Thorning, forsætisráðherra Danmerkur í opinberri heimsókn sinni til Danmerkur í dag. Þetta er óvenjulegt. Við lærum dönsku í íslenskum skólum en svo þegar við komum til Danmerkur skiljum við ekki nokkurn mann svo þú getur rétt ímyndað þér hversu […]

Sunnudagur 23.06 2013 - 09:33

23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði

Feminismi er fasísk hugmyndafræði. Við sjáum samskonar tilhneigingar til að finna blóraböggul fyrir allri heimsins ógæfu í feminisma og fasisma. Rétt eins og fasisminn boðar feminisminn eftirlitssamfélag og heftingu tjáningar- og upplýsingafrelsis. Skýrt dæmi um þetta er klámstofufrumvarpið og rökin fyrir þeirri brjálæðislegu hugmynd að ætla að stjórna því hvaða efni er almenningi aðgengilegt á […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics