Í dag var lítill drengur jarðsunginn í Álaborg. Hann hét Rasmus og lét lífið þann 16. desember sl. Hann var fjögurra ára. Foreldrar hans höfðu staðið í umgengnisdeilu. Pabbinn á sér fortíð, hefur setið inni vegna afbrota sem hann framdi áður en drengurinn fæddist, og móðirin taldi hann vanhæfan til að umgangast börn. Dómstólar voru ekki sammála […]
Blaðamannaverðlaun Evu Hauksdóttur voru afhent í fyrsta sinn sunnudagskvöldið 22. desember. Þrír blaðamenn hlutu viðurkenningar að þessu sinni. Jóhann Páll Jóhannsson hlaut titilinn Efnilegasti blaðamaðurinn, 2013 Jóhann Páll hefur á árinu sýnt einlægan áhuga á því að fylgja fréttum eftir af einurð þrátt fyrir svartregðu ráðamanna og opinberra stofnana, einkum með fréttaflutningi sínum af leka innanríkisráðuneytisins á trúnaðargögnum. […]
Ráðsnilld íslenskra stjórnvalda er með ólíkindum þegar þau vilja losna við flóttamenn. Oftast er Dyflinnarsamkomulagið misnotað til þess að troða flóttamanninum upp á ríki sem þegar taka við miklu fleira fólki en þau ráða við. Það sem gerist þá er að Útlendingastofnun sendir þarlendum stjórnvöldum erindi þess efnis að hún telji að hinu ríkinu beri […]
Aðventuljósin, stjaki með sjö kertum sem mynda tind, eru oft kölluð „gyðingaljós“ á Íslandi enda telja margir þau tengd ljósahátíð gyðinga. Þessar vinsælu aðventuskreytingar hafa þó litla ef nokkra tengingu við gyðingdóm. Aðventuljósin eru upprunnin í Svíþjóð. Þar var siður í sveitum að setja kertaljós í glugga frá Lúsíuhátíðinni þann 13. desember og fram […]
Góður maður verður fyrir óljósum ásökunum um kynferðisbrot gegn barni. Útilokað reynist að fá upplýsingar um það hvaðan ásökunin kemur eða hvað nákvæmlega hann er sakaður um. Maðurinn fer sjálfur fram á lögreglurannsókn en í stað þess að fagfólk sé látið um málið, sætir hann afar einkennilegri „rannsókn“ á vegum yfirmanna sinna. Löggunni er neitað […]
Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því. Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu. Netdólgur pönkast á netdólgum Hildur Lilliendahl er með umdeildari konum. […]
Eini fjölmiðillinn sem hefur lagt sig fram um að knýja fram svör varðandi leka Innanríkisráðuneytisins á trúnaðargögnum er DV. Í stuttu máli eru niðurstöðurnar þessar: 1 Blaðamenn (og reyndar fleiri) hafa undir höndum minnisblað með trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur. Minnisblaðið ber þess öll merki að vera skrifað í Innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður ráðherra, neitar því […]
Ætli það tíðkist nokkursstaðar í hinum vestræna heimi að þegar lögreglan skýtur mann til bana fái hún sjálf að hreinsa vettvang áður en rannsókn hefst? Eru þetta eðlileg vinnubrögð? Hvernig er þetta gert í öðrum löndum? Og hversvegna eru engir fjölmiðlar að leita svara við því? Hér eru smá upplýsingar um það hvernig Norðmenn standa […]
06:00: Sérsveitarmenn beita gasvopnum. Maðurinn hleypir af skotum út um glugga íbúðarinnar í framhaldinu. Ekkert gengur að hafa samband við manninn. Þegar sérsveitarmenn fara inn í íbúðina öðru sinni skýtur hann á þá og hæfir höfuð eins þeirra. http://www.ruv.is/frett/lest-eftir-skotbardaga-vid-logreglu Klukkan 7:34 er maðurinn kominn upp á slysadeild og búið að aflýsa hættuástandi. Samkvæmt upplýsingum […]
Tölfræðin sýnir að fáar konur eru meðal verkfræðinga. Hvað gerir þú? Hvetur þær konur sem þú veist að hafa áhuga á verkfræði til að láta drauma sína rætast en telur ekkert óeðlilegt þótt fleiri konur hafi áhuga á umönnun en vélum. Lærir verkfræði af því að eina leiðin til þess að fjölga konum innan […]