Færslur fyrir flokkinn ‘Allt efni’

Mánudagur 18.11 2013 - 14:17

Ögurstund Hönnu Birnu

Á ögurstundum í lífi þjóðar getur varla verið forgangsmál að forða börnum frá boðskap um rökhyggju og réttlæti. Þessvegna ættum við að fá einhvern valinkunnan trúleysingja  til að fara í barnaskóla og segja börnunum frá hugmyndum Richards Dawkins  um Gvuð. Er það ekki Hanna Birna? Hvernig þætti þeim sem telja trúarinnrætingu í barnaskólum boðlega ef […]

Sunnudagur 17.11 2013 - 15:35

Eignarhaldið á píkunni

Íslenskan á mikinn fjölda gegnsærra orða. Þar á meðal orðin „lýtaaðgerð“ og „fegrunaraðgerð“. Yfirleitt hafa lýtaaðgerðir þann tilgang sem orðið lýsir; að laga það sem talið er lýti. Tilgangur þeirra aðgerða sem lýtalæknar fremja getur verið læknisfræðilegur, t.d. ef slöpp húð myndar fellingar sem eykur hættu á sveppasýkingum og húðsjúkdómum, en oftast er markmiðið að […]

Miðvikudagur 13.11 2013 - 16:28

Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

Ég er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur […]

Föstudagur 08.11 2013 - 17:19

Kæra Anna Marsý

Fyrir tveimur árum hugsaði ég nákvæmlega það sama og þú, að það væri þörf fyrir karlréttindahreyfingu á Íslandi. Og karlréttindahreyfingar eru reyndar til amk í Bandaríkjunum og Kanada. Þessar hreyfingar eru að því leyti góðar að þær hafa vakið athygli á karlhatri og mismunun gagnvart körlum. Þær ábendingar eiga fullan rétt á sér. Það er […]

Fimmtudagur 07.11 2013 - 12:24

Ljósvakamiðlar tala bara við karla

Enn einu sinni er það staðfest að konur fá töluvert minna vægi í fjölmiðlum en karlar. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Svona hefur þetta alltaf verið. Við njótum jafnréttis að lögum en jafnræði ríkir ekki með kynjunum og ef maður álítur að það efli lýðræði, upplýsingu og velferð að sem flestar ólíkar raddir […]

Miðvikudagur 06.11 2013 - 11:58

Valdboð og lýðræði

Ég held því fram að við séum hægt en örugglega að þokast í átt til lýðræðis. Æðsta stig lýðræðis er anarkí. Það merkir ekki allsherjarupplausn þar sem engar reglur gilda og menn vaða bara um í einhverju stjórnleysi, heldur merkir það samfélag án yfirvalds. Það merkir að ríkisvald verður afnumið. Ekki að samfélagið verði afnumið […]

Föstudagur 01.11 2013 - 08:56

Feminasnar og kynjamismunun Siðmenntar

  Þetta með kynjakvóta verðlaunahafa Siðmenntar er að verða undalegasta umræða sem ég hef lengi séð. Sem stofnfélagi Siðmenntar, stjórnarmaöur í sjö ár og eini núlifandi heiðursfélagi félagsins, er ég furðu lostinn. Félagið hefur veitt 16 viðurkenningar, þar af sex til félagasamtaka og konur hafa yfirleitt veitt þeim viðurkenningum viðtöku. Af rúmum 23 starfsárum félagisns hafa […]

Fimmtudagur 31.10 2013 - 16:19

Bókmenntafræði, rassvísindi og trompetrannsóknir

„Ég held að sum skáld og aðrir listamenn séu bara að djóka. Framleiða eitthvert bull sem lítur út fyrir að vera merkilegt, aðallega til að hafa fræðimenn að fíflum“ sagði ég. Kennarinn hafði enga trú á því að aðrir en augljósir asnar gætu sýnt listinni hvílíkt virðingarleysi. Mér fannst það ekkert ótrúlegt. Til er fólk […]

Miðvikudagur 30.10 2013 - 14:36

Svör Sundstofu og fleiri orð í belg

Í gær undraðist ég stofnun sérstakrar „Sundstofu“ og fyrirhugaðar rannsóknir á hennar vegum, sem áætlað er að verði gerðar í kjölfar könnunar á vef Þjóðminjasafns.  Valdimar Tr. Hafstein, talsmaður Sundstofu er í vinnuferð (ekki þó við sundrannsóknir) en hefur þrátt fyrir annir gefið sér tíma til að svara hluta þeirra spurninga sem ég beindi til […]

Þriðjudagur 29.10 2013 - 12:45

Sundstofa?

Vísindin efla alla dáð, segja þeir. Það gladdi mig því ósegjanlega að sjá þessa frétt (Fréttablaðið, 25. okt. 2013, bls. 6) af nýrri vísindastofnun; Sundstofu. Vilja skilja sund í samfélaginu Þjóðminjasafn Íslands í samvinnu við Háskóla Íslands sendir þessa dagana út spurningaskrá um sundlaugamenningu, sem er hluti af stærri rannsókn sem meistaranemar og kennarar úr […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics