Færslur fyrir flokkinn ‘Ýmislegt’

Föstudagur 12.07 2013 - 11:22

Skemmtiþjófar á Facebook – hópar

Eitt af því sem er verulega slæmt við Facebook er að maður er stundum skráður í hópa án þess að vera spurður álits.  Einu sinni var hægt að senda fólki boð um að skrá sig í hóp en ég sé þann möguleika ekki lengur. Flestum finnst það öllu kurteislegra og mér finnst líklegt að margir […]

Mánudagur 08.07 2013 - 10:34

Skemmtiþjófar á Facebook – fréttaveitan

  Er fréttaveitan þín full af kisumyndum og vondum húmor svo þú þarft að leita í kraðakinu til að sjá áhugaverðar umræður? Eða sérðu ekki íþróttastatusa fyrir reiðilegri pólitískri gagnrýni frá grautfúlum álitshöfum? Eins og í raunheimum þarftu að leiða hjá þér ýmisskonar röfl ef þú ætlar að vera í stöðugum samskiptum við einhvern facebook […]

Sunnudagur 07.07 2013 - 12:17

Skemmtiþjófar á Facebook – leikjaboð

  Ég tek oft eftir því að fésbókarnotendur ergja sig á því að fréttaveitan þeirra sé full af kattamyndum, pólitískum áróðri eða lélegum húmor. Einnig sér maður oft furðulostinn netverja velta því fyrir sér hvernig hann lenti í tilteknum hóp. Í hverri einustu viku sé ég gremjuleg skilaboð á borð við „hættið að senda mér […]

Mánudagur 24.06 2013 - 13:47

Din dansk er da skidegod

Haltu á ketti; din dansk er da skidegod! sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands við Helle Thorning, forsætisráðherra Danmerkur í opinberri heimsókn sinni til Danmerkur í dag. Þetta er óvenjulegt. Við lærum dönsku í íslenskum skólum en svo þegar við komum til Danmerkur skiljum við ekki nokkurn mann svo þú getur rétt ímyndað þér hversu […]

Fimmtudagur 20.06 2013 - 15:10

Framsókn í sorgarferli

Það er sorglegt til þess að vita að 27 þúsund mætir Íslendingar skuli nota lýðræðislegan rétt sinn og áhuga á samfélagsmálum til þess að skrifa undir áskorun um að núverandi lög verða framlengd óbreytt. Þetta segir þingmaður Framsóknarflokksins um það hryðjuverk gegn lýðræðinu sem felst í áskorun um að halda óbreyttu, sérstöku veiðigjaldi, sem ákveðið […]

Mánudagur 13.05 2013 - 16:06

Hveitibrauðsdagar Silfurskeiðabandalagsins á enda

Nú fer hveitibrauðsdögum Silfurskeiðabandalagsins senn að ljúka og alvaran að taka við. Brúðkaupið mun hafa farið fram á laun löngu fyrir kosningar. Og enn halda leynifundir áfram á leynistöðum. Lítið hefur frést af því hvað sætabrauðsdrengirnir hafa rætt á fundum sínum en því nákvæmari fréttir verið fluttar af bakkelsisáti þeirra félaga. Eftir því sem næst […]

Laugardagur 29.12 2012 - 16:16

Pistlar ársins

Árið er óðum að renna í aldanna skaut. Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir ákvað ég að taka mér langt og vel heppnað jólafrí frá skrifum um dólgafeminisma og mun það frí standa allt til 4. janúar. Til yfirbótar hef ég svo ákveðið að strengja það áramótaheit að herða mig til muna í skrifum […]

Mánudagur 24.12 2012 - 05:22

Fyrstaheimsvandamál

Þú veist að þú átt við fyrstaheimsvandamál að etja: Þegar þú  „þarft“ að kaupa 32 jólagjafir fyrir utan það sem þú ætlar að gefa börnum og maka og sérð ekkert sem þér finnst koma til greina undir 2000 kr. Þegar þú kaupir 32 gjafir sem þér finnst ólíklegt að verði nokkurntíma notaðar, átt ekki pening fyrir […]

Fimmtudagur 20.12 2012 - 14:52

Af virðingu stofnana

Alþingi er virðuleg stofnun. Það er því sorglegt til þess að hugsa að þingmenn geri sig seka um að vanvirða þessa háborg lýðræðisins með því að klæðast að hætti óbreyttrar alþýðunnar. Þessháttar hegðun hefur t.d. Árni Johnsen gerst sekur um. Hugsið ykkur bara hvernig það væri með virðingu þingsins ef allir þingmenn hegðuðu sér eins […]

Laugardagur 17.11 2012 - 06:08

Losum okkur líka við strympu

Fyrst ég var nú komin í þjóðlega gírinn á degi íslenskar tungu, fór ég að velta fyrir mér orðtakinu „nú vænkast hagur strympu.“ Undarlegt að það hafi aldrei þvælst fyrir mér fyrr.  Orðið strympa hefur augljós orðsifjatengsl við stromp og ein skýring sem orðabækur gefa er sú að strympa sé skessa en ég kom þessu […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics