Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því. Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu. Netdólgur pönkast á netdólgum Hildur Lilliendahl er með umdeildari konum. […]
Tölfræðin sýnir að fáar konur eru meðal verkfræðinga. Hvað gerir þú? Hvetur þær konur sem þú veist að hafa áhuga á verkfræði til að láta drauma sína rætast en telur ekkert óeðlilegt þótt fleiri konur hafi áhuga á umönnun en vélum. Lærir verkfræði af því að eina leiðin til þess að fjölga konum innan […]
Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á því hvað ég segi og hvenær, að hverju ég hlæ, við hvaða konur ég tala og hvernig ég nálgast konu ef ég verð hrifinn af henni. Þessar […]
Íslenskan á mikinn fjölda gegnsærra orða. Þar á meðal orðin „lýtaaðgerð“ og „fegrunaraðgerð“. Yfirleitt hafa lýtaaðgerðir þann tilgang sem orðið lýsir; að laga það sem talið er lýti. Tilgangur þeirra aðgerða sem lýtalæknar fremja getur verið læknisfræðilegur, t.d. ef slöpp húð myndar fellingar sem eykur hættu á sveppasýkingum og húðsjúkdómum, en oftast er markmiðið að […]
Fyrir tveimur árum hugsaði ég nákvæmlega það sama og þú, að það væri þörf fyrir karlréttindahreyfingu á Íslandi. Og karlréttindahreyfingar eru reyndar til amk í Bandaríkjunum og Kanada. Þessar hreyfingar eru að því leyti góðar að þær hafa vakið athygli á karlhatri og mismunun gagnvart körlum. Þær ábendingar eiga fullan rétt á sér. Það er […]
Enn einu sinni er það staðfest að konur fá töluvert minna vægi í fjölmiðlum en karlar. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Svona hefur þetta alltaf verið. Við njótum jafnréttis að lögum en jafnræði ríkir ekki með kynjunum og ef maður álítur að það efli lýðræði, upplýsingu og velferð að sem flestar ólíkar raddir […]
Þetta með kynjakvóta verðlaunahafa Siðmenntar er að verða undalegasta umræða sem ég hef lengi séð. Sem stofnfélagi Siðmenntar, stjórnarmaöur í sjö ár og eini núlifandi heiðursfélagi félagsins, er ég furðu lostinn. Félagið hefur veitt 16 viðurkenningar, þar af sex til félagasamtaka og konur hafa yfirleitt veitt þeim viðurkenningum viðtöku. Af rúmum 23 starfsárum félagisns hafa […]
Þegar ég sagði frá mannréttindabaráttu My Vingren varð kunningja mínum að orði að nú hlyti ruglið að hafa náð hámarki. Ég var ekki eins viss og svei mér þá ef klósettfeminismi sænskra vinstri manna toppar ekki My Vingren. Síðasta sumar fékk Viggo Hansen, landshlutaþingmaður* í Sörmland, þá frábæru hugmynd að leggja niður kynjaskipt klósett í […]
Í mínu ungdæmi var engin klámvæðing. Auðvitað var til klám en ekki „klámvæðing“ því hún hófst ekki fyrr en með almennri internetnotkun. Hvernig stendur þá á því að þegar ég var í 7. bekk þótti fátt fyndnara en að teikna tittling á töfluna í skólastofunni? Hversvegna tíðkuðust allskonar kossa- og keliríisleikir á mínum unglingsárum? Hversvegna […]