Ég held því fram að við séum hægt en örugglega að þokast í átt til lýðræðis. Æðsta stig lýðræðis er anarkí. Það merkir ekki allsherjarupplausn þar sem engar reglur gilda og menn vaða bara um í einhverju stjórnleysi, heldur merkir það samfélag án yfirvalds. Það merkir að ríkisvald verður afnumið. Ekki að samfélagið verði afnumið […]
Forsætisráðherra telur þjóðaratkvæðagreiðslur ekkert rosalega lýðræðislegar nema þegar hann stendur fyrir þeim sjálfur. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að miða við að 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það hlutfall væri of lágt. Ég ítreka mikilvægi þess að menn búi þannig um hnútanna að fyrirkomulag […]
Eitt af fyrstu afrekum Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra var að láta frá sér ummæli á þá leið að þegar hundruð manns sendu inn samskonar athugasemdir vegna aðgerða sem hafa umhverfisáhrif þá væri eðlilegt að skoða það sem eina athugasemd. Þetta verður að teljast frekar anarkískur skilningur á lýðræðinu; það er ekki fjöldinn sem hefur […]
___________________________________________________________________________________ Mig langaði til þess að mæla með tilteknu framboði en komst þá að því að þar sem ég á lögheimili erlendis má ég ekki skrifa undir meðmælalista. Ég þekki þess líka dæmi að fólk sem er búsett erlendis hefur mætt á kjörstað og áttað sig þá á því að það er dottið út af […]
___________________________________________________________________________________ Búsáhaldabyltingin var engin bylting. Hún var röð uppþota sem hröktu vanhæfa ríkisstjórn frá völdum. Enginn dó og það er á mörkunum að hægt sé að tala um óeirðir en fólk óhlýðnaðist lögreglunni og það var svo brjálæðislega róttækt að í huga þjóðar sem þekkir hvorki sverð né blóð (enda þótt hún styðji hvorttveggja með […]
__________________________________________________________________________________________ Stjórnarskrártillagan er ekki fullkomin. En það er gamla stjórnarskráin ekki heldur. Ef út í það er farið eru í gildi margar stórgallaðar lagagreinar á Íslandi, sumar stríða jafnvel beinlínis gegn stjórnarskránni, sumar stríða gegn mannréttindasáttmálum. Engum dettur þó í hug að við eigum bara að hætta að setja lög fyrr en fullkomnar lagagreinar hafa […]
Þjóðaratkvæðagreiðslur eru skref í átt að lýðræði. Það er þó til lítils að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu ef ekkert er gert með niðurstöðu hennar. Helstu rökin gegn þjóðaratkvæðagreiðslum eru þau að almúganum sé ekki treystandi fyrir mikilvægum ákvörðunum. Við þurfum mannvitsbrekkurnar 63 sem sitja á Alþingi til þess að passa upp á okkur. Ef málum er […]
Allt útlit er fyrir að ný stjórnarskrá verði grundvölluð á tillögum Stjórnlagaráðs. Með gerð þessarar tillögu var stigið mikilvægt skerf í átt til þátttökulýðræðis. Fordæmi hefur verið sett og rökrétt framhald er að almennir borgarar taki beinan þátt í því að móta lagafrumvörp um stór mál og að fleiri mál verði borin undir almenna borgara. […]