Færslur fyrir maí, 2011

Þriðjudagur 31.05 2011 - 07:00

Fjármál stjórnmálaflokka í stjórnarskrá

Eitt eigum við eftir að ræða í stjórnlagaráði; það er hvort og hvernig tekið verði á fjármálum stjórnmálaflokka í stjórnarskrá. Þrjár ástæður – hið minnsta Um það gildir hið sama og um kosningakerfi fyrir alþingiskosningar og þvíumlíkt að þingmenn og stjórnmálaflokkar eru ófærir til þess að sinna því brýna verkefni. Það má sjá af þrennu […]

Mánudagur 30.05 2011 - 07:00

Sanngjörn laun verði stjórnarskrárvarin

Gaman var að ganga smá í mannréttindagöngu sl. laugardag – daginn eftir að mannréttindanefnd (A) stjórnlagaráðs kynnti síðari hluta megintillagna sinna í stjórnlagaráði um umbætur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar – að viðbættum ákvæðum um auðlindir og náttúruvernd o.fl. Skýrt hugtak um þjóðareign mikilvægt nýmæli Ég skrifaði fyrir helgi um það mikilvægasta í þessu efni að mínu […]

Föstudagur 27.05 2011 - 20:16

Víst er „þjóðareign“ til

Í tillögum mannréttindanefndar (A) í stjórnlagaráði, sem kynntar voru á fundi stjórnlagaráðs í dag – við góðar undirtektir – felast mörg afar merk nýmæli; hér vil ég aðeins gera eitt hið stærsta að umtalsefni, þ.e. þetta: Náttúruauðlindir Náttúruauðlindir Íslands eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Þær ber að nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta öllum landsmönnum. […]

Fimmtudagur 26.05 2011 - 23:57

Takmörk við þrásetu ráðherra

Eitt af mörgum stórum – og smærri – umbótamálum sem við í stjórnlagaráði ræddum í dag var að takmarka bæri í stjórnarskrá hve lengi ráðherra mætti sitja í embætti. Tillaga okkar til kynningar hljóðaði svo: Enginn getur setið í embætti forsætisráðherra lengur en 10 ár samtals. Sú tillaga er í samræmi við ein skýrustu skilaboðin […]

Miðvikudagur 25.05 2011 - 23:59

Nú er tækifærið

Gaman er að vita til þess að mikill fjöldi erinda hefur borist stjórnlagaráði. Sjálfur er ég enn á eftir með lesturinn – enda er þetta hörkuvinna – en mun lesa þau öll; erindin berast í viðeigandi nefnd og fá umfjöllun þar ef ekki svar. Á morgun er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði þar sem meginatriði varðandi […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 23:32

Manna-, nútíma-, laga- eða stefnumál

Er við í stjórnlagaráði semjum tillögur að nýrri stjórnarskrá – í stað þeirrar sem gilt hefur, lítt breytt, í mannsaldur frá lýðveldisstofnun 1944, og að stofni til í tvo mannsaldra frá 1874 – er eitt mikilvægasta atriðið hvernig orða á hlutina og til hvers. Mannamál, já… Ég er meðvitaður um eftirfarandi: Almenn og líklega langvinn […]

Mánudagur 23.05 2011 - 23:59

Stjórnarskráin og eldgos

Halda mætti við fyrstu sýn að fyrirsögnin sé grín – eins og í færslu fyrir stjórnlagaþingskosningar í nóvember sl.; þegar nánar er að gáð er ekki svo vitlaust að athuga samhengi stjórnskipunarinnar við eldgos – eins og nú hafa dunið á þjóðinni og Norðurhveli jarðar tvö ár í röð – sem og aðra ófyrirséðar hamfarir eða […]

Föstudagur 20.05 2011 - 21:44

Mannréttindi gagnvart fyrirtækjum!

Eitt af því sem ég hef vakið máls á í stjórnlagaráði og þeirri nefnd (A), sem fjallar um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar er að viðbótarvídd vanti í nálgun varðandi mannréttindi. Væntanlega mun ég leggja fram tillögu um þetta – sem tengist ekki beint aðalálitamálinu, sem við erum þessa dagana að takast á um, þ.e. hvort – og […]

Miðvikudagur 18.05 2011 - 23:56

Sannleiksskylda ráðherra

Í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs,  nefnd B, höfum við undanfarið unnið að tillögum að því hvernig efla má Alþingi sem handhafa löggjafarvalds og sem eftirlitsaðila gagnvart ráðherrum sem aðalhandhöfum framkvæmdarvalds. Hið fyrra verður á ráðsfundi á morgun lagt fram til afgreiðslu í áfangaskjal og hið síðara til kynningar. Sannleiksskyldu skortir í stjórnarskrá Varðandi eftirlitsvaldið höfum við rætt […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 23:57

Norska, sænska eða íslenska leiðin?

Í dag er 17. maí – og þá verður mér gjarnan hugsað til Noregs; þar gildir sú sérstaka regla að ekki er heimilt að rjúfa löggjafarþingið, Stortinget, eins og yfirleitt er hægt í þingræðisríkjum á borð við þau sem við sækjum okkar fyrirmyndir. Í þingrofi felst að kjörtímabil (hér: 4 ár) er stytt og boðað […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur