Í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs, nefnd B, brjótum við þessa dagana heilann um hvernig unnt er að færa stefnumótandi frumkvæði til Alþingis og fastanefnda þess en tryggja um leið að frumvörp og önnur þingmál séu samin af þeirri sérfræðiþekkingu sem nauðsynleg er. Um þetta höfum við rætt og hugsað – bæði í nefndinni og í stjórnlagaráði – […]
Hér er breytingartillaga sem ég boðaði á ráðsfundi fyrir viku og skrifaði enn um hér og lagði fram á fundi stjórnlagaráðs í dag við Dómstólakafla og Lögréttu varðandi útvíkkaðan Hæstarétt sem stjórnlagadómstól: „Orðin „að því marki sem á það reynir í dómsmáli“ í 2. mgr. ákvæðis D3 falli brott ásamt kafla um Lögréttu. Þess í […]
Á morgun, fimmtudag, verður í stjórnlagaráði umræða um verkefni okkar í valdþáttanefnd (B), sem fjallar um löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið – þ.m.t. hlutverk og stöðu forseta. Fyrir utan stutta skýrslu frá nefnd um dómsvaldið o.fl. (C) og afgreiðslu á breyttum tillögum nefndar um mannréttindi o.fl. (A) verður þetta aðalefni fundarins: Tillögur um eflingu löggjafarvalds gagnvart framkvæmdarvaldi […]
Í dag eru liðin 71 ár frá því að Ísland var hertekið – að vísu af vinsamlegra stórveldi en því sem flestir óttuðust meira. Með þeirri óumbeðnu – en í sjálfu sér valdboðnu og þó vinsamlegu – hertöku var þessu litla landi forðað frá því að verða leiksoppur árásarveldis Evrópu, þriðja ríki Þýskalands. Ári síðar […]
Rétt í þessu svaraði ég netkönnun á dönskum netmiðli um hvenær ég héldi að þingkosningar yrðu í Danmörku. Er ég svaraði kom í ljós að „liðin“ voru nokkuð jöfn – um 45% svöruðu „í vor“ og um 45% merktu við „í haust“ og svo voru um 10% sem ekki sögðust vita það (eins og við […]
Þessi danska frétt vakti áhuga minn í vikunni – þó að ég hafi ekki fylgst með aðdragandanum. Málavextir virðast í fljótu bragði vera að dönsk þingkona, sem nýverið ákvað að hætta á þjóðþinginu við kosningar í vor, tekur með sér feitan biðlaunapakka – heils árs laun án vinnuskyldu – um leið og hún tók við […]
Allt síðdegið í dag voru nokkuð efnismiklar umræður í stjórnlagaráði – um tillögur úr nefnd um tilhögun dómsvalds ásamt fleiru – svo að fresta varð til morguns (kl. 9:30) kynningu og umræðu um fyrstu tillögur um breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Auk umræðu um skipan óháðra dómstóla sem tryggi auk þess fjölbreytileika og sjálfstæði dómara var rætt […]
Á morgun, fimmtudag, er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði – kl. 13 að vanda; eins og aðrir ráðsfundir er hann opinn og sendur út beint og upptakan aðgengileg á vefnum. Þar verða afgreiddar í áfangaskjal fyrstu tillögur nefndar sem fjallar m.a um dómstólaskipan – en á því hef ég mikinn áhuga eins og hér má hlýða á […]
Samkvæmt fréttum síðdegis í dag hefur forseti Íslands fallist á tillögu innanríkisráðherra um skipan 3ja nýrra hæstaréttardómara – daginn eftir að mat dómnefndar var birt á vef innanríkisráðuneytisins. Þvert á það, sem sumir gætu lesið út úr fréttum, er skipun dómaranna – eins og vera ber – ótímabundin. Ekki skal hins vegar skipa nýja dómara […]
Spennandi umræður eru að skapast um erindi til stjórnlagaráðs á vef þess fyrir opnum tjöldum. Eftir hádegi á fimmtudögum eru svo reglulegir fundir sem fylgjast má með á vefnum – og næsta fimmtudag má búast við að fyrstu tillögurnar verði samþyktar inn í áfangaskjal sem smám saman mun spinnast við. Fram að því eru sjónarmið og […]