Föstudagur 09.09.2011 - 23:59 - FB ummæli ()

Kjörtímabil (Alþingis) (40. gr.)

Í 40. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils.

Kjörtímabil er fjögur ár.

Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum.

Þingrof!

Ákvæðið er samhljóða gildandi stjórnarskrá að því frátöldu að lengd kjörtímabils, sem fram kemur í ákvæðinu á undan, er áréttuð í nýrri 2. mgr. Ákvæði um 4ra ára kjörtímabil og áðurnefnt frumvarpsákvæði um kosningu til 4ra ára kemur vitaskuld ekki í veg fyrir almenna styttingu kjörtímabils – svonefnt þingrof, sem mælt er fyrir um í öðru frumvarpsákvæði og gildandi stjórnarskrá og síðar verður fjallað um.

Er til „óreglulegt“ Alþingi?

Í samræmi við það mælir 40. gr. frumvarpsins fyrir um að reglulegar alþingiskosningar skuli fara fram „eigi síðar en við lok kjörtímabils“ en í því felst að kosningar til Alþingis geti átt sér stað fyrr – vegna áðurnefnds þingrofs.

Alþingiskosningar í kjölfar þingrofs eru þá óreglulegar í skilningi stjórnarskrárinnar og þau þing sem í kjölfarið koma óregluleg í stjórnskipulegum skilningi en hugtakið „reglulegt“ Alþingi eða „reglulegar“ kosningar er nefnt sex sinnum í gildandi stjórnarskrá í þessu sambandi og fjórum sinnum í stjórnarskrárfumvarpi stjórnlagaráðs í sama skilningi. Merking hugtaksins er t.d. sú að ekki er skylda að leggja fjárlagafrumvarp strax fyrir nýkjörið „óreglulegt“ Alþingi, sem kæmi t.d. saman í maí eins og 2009; sú skylda hvílir samkvæmt gildandi stjórnarskrá aðeins á fjármálaráðherra þegar reglulegt Alþingi kemur saman – nú í októberbyrjun.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur