Færslur fyrir október, 2011

Föstudagur 21.10 2011 - 20:00

Staðgengill (forseta) (82. gr.)

Í 82. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan. Einföldun… Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að ef sæti forseta lýðveldisins verði laust eða ef  hann geti ekki gegnt störfum sínum vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum […]

Fimmtudagur 20.10 2011 - 23:59

Starfskjör (forseta) (81. gr.)

Í 81. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseta Íslands er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir embætti. Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þótt ólaunuð séu. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta. Óheimilt er að lækka greiðslur þessar til forseta á meðan kjörtímabil hans […]

Miðvikudagur 19.10 2011 - 23:59

Eiðstafur (forseta) (80. gr.)

Í 80. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands undirritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar hann tekur við störfum. Eiðstafur í stað eiðs eða drengskaparheits Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forsetinn vinni „eið eða drengskaparheit“ að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Helst er um þetta ákvæði að segja að umræður sköpuðust um hvort eiður vísaði til […]

Þriðjudagur 18.10 2011 - 23:59

Kjörtímabil (forseta) (79. gr.)

Í 79. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, þegar kjörtímabil endar. Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta orðrétt það sama og í tveimur fyrri málsliðunum nema hvað „er“ er […]

Mánudagur 17.10 2011 - 23:59

Forsetakjör (78. gr.)

Í 78. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði. Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í […]

Sunnudagur 16.10 2011 - 23:59

Kjörgengi (forseta) (77. gr.)

Í 77. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörgengur til forseta er sérhver ríkisborgari sem fullnægir skilyrðum um kjörgengi til Alþingis og er orðinn 35 ára. Kjörgengi þýðir að mega bjóða sig fram í tiltekna trúnaðarstöðu. Í 1. og 2. mgr. 42. gr. frumvarpsins segir: Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarétt á til […]

Laugardagur 15.10 2011 - 23:59

Embættisheiti og þjóðkjör (forseta) (76. gr.)

Í 76. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands er þjóðhöfðingi lýðveldisins. Hann er þjóðkjörinn. Engin efnisbreyting Í gildandi stjórnarskrá segir aðeins um þetta að forseti Íslands skuli vera þjóðkjörinn. Viðbótin hér er að taka berum orðum fram – það sem undirskilið er og sjálfgefið í dag– að forsetinn sé „þjóðhöfðingi lýðveldisins.“ Í þessu felst því engin efnisbreyting. […]

Föstudagur 14.10 2011 - 11:59

Umboðsmaður Alþingis (75. gr.)

Í 75. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og […]

Fimmtudagur 13.10 2011 - 23:59

Ríkisendurskoðun (74. gr.)

Í 74. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs ríkisendurskoðanda til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann endurskoðar fjárreiður ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja í umboði Alþingis eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum. Endurskoðaðan ríkisreikning næstliðins árs ásamt athugasemdum ríkisendurskoðanda skal leggja fyrir Alþingi til samþykktar samhliða frumvarpi til […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 23:59

Þingrof (73. gr.)

Í 73. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands rýfur Alþingi að ályktun þess. Skal þá efnt til nýrra kosninga eigi fyrr en sex vikum og eigi síðar en níu vikum frá þingrofi. Alþingismenn halda umboði sínu til kjördags. Hvað er þingrof og hvers vegna? Í þingrofi felst að bundinn er endir á umboð þingmanna áður en […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur