Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 30.06 2011 - 22:12

Bráðabirgðalög?

Í stjórnlagaráði liggur fyrir óformleg tillaga um að afnema heimild í stjórnarskrá til þess að setja bráðabirgðalög. Áður en ég lýsi skoðun minni – og rökstyð hana – þætti mér vænt um að lesa (eða heyra í GSM 897 33 14) skoðanir lesenda á því hvort slík heimild eigi að vera fyrir hendi áfram í […]

Mánudagur 27.06 2011 - 23:59

Forseti, af eða á?

Í stjórnlagaráði höfum við undanfarið rætt ítarlegar – en málefnalega að vanda – um hvort hér skuli vera forsetaræði eða þingræði. Enn eigum við eftir að komast að niðurstöðu um tillögugerð okkar til þjóðarinnar í þessu efni. Stærsti annmarkinn á umræðunni finnst mér vera hvað hún er svart/hvít. Eins og félagi minn í stjórnlagaráði, Þorvaldur Gylfason, […]

Fimmtudagur 23.06 2011 - 23:27

Ráðherra sé ekki þingmaður – og hvað svo?

Eitt af því sem við í stjórnlagaráði ræðum um þessar mundir er hvort ráðherrar skuli vera utanþingsmenn eður ei; ekki virðist raunar ágreiningur um að á meðan ráðherrar gegni því embætti skuli ráðherrar ekki sitja á Alþingi sem alþingismenn – sem hingað til. Sem ráðherrar eigi þeir þá samkvæmt nýju stjórnarskránni að mæta á fund Alþingis […]

Miðvikudagur 22.06 2011 - 23:56

Stærsta málið í stjórnlagaráði

Að mínu mati er stærsta málið í stjórnlagaráði – mál sem sumir andstæðinga stjórnlagaumbóta hafa í raun viðurkennt, þar sem sagt er að f.o.f. þurfi að fara eftir stjórnarskránni. Þetta er í raun valddreifingarmál eða meginatriði í að veita valdhöfum aðhald. Stjórnlagadómstóll Málið er þörfin á stjórnlagadómstóli – sem ég hef rökstutt ítarlega í ráðinu […]

Þriðjudagur 21.06 2011 - 23:59

Óska eftir samtali

Nú eru innan við sex vikur þar til stjórnlagaráð á að hafa lokið störfum; nú nálgumst við í ráðinu lokafasann þar sem í ríkari mæli er leitað utanaðkomandi álits frá slíkum aðilum. Margir möguleikar eru á áhrifum – eins og ég hef áður skrifað um. Samræðan er þó mikilvæg. Ég hef – með takmörkuðum árangri […]

Mánudagur 20.06 2011 - 21:54

Hver ræður?

Um daginn hitti ég alþingismann á förnum vegi á hátíðarstundu. Eftir kurteislegar kveðjur á báða bóga spurði þingmaðurinn hvernig okkur í stjórnlagaráði gengi – og svo hvort fyrir lægju hugmyndir um málsmeðferð tillagna okkar og hverjar þær væru. Ég svaraði því til, eins og ég hef jafnan gert, að ég teldi víst – eins og […]

Fimmtudagur 16.06 2011 - 23:50

Sjálfdæmi Alþingis afnumið

Um leið og ég óska landsmönnum öllum til hamingju með 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta vil ég upplýsa að á afar efnismiklum og góðum fundi í stjórnlagaráði í dag lagði ég ásamt nokkrum félögum fram breytingartillögu við eftirfarandi tillögu úr nefnd stjórnlagaráðs (C) sem fer með lýðræðismál o.fl.: Stjórnarskrárbreytingar Til þess að frumvarp til […]

Miðvikudagur 15.06 2011 - 23:56

Her-lög

Þessar dagana erum við í stjórnlagaráði að nálgast lokakaflann í að semja grunnlög eða stjórnlög – nýja stjórnarskrá – fyrir Ísland. Herskylda bönnuð Eitt nýmælið í áfangaskjali er að leggja bann við herskyldu. Í því felst – eins og mörgu öðru sem við erum að ná sátt um þessar vikurnar – tiltekin lausn (eða málamiðlun […]

Þriðjudagur 14.06 2011 - 22:20

Vörn – og sókn – fræða og fjölmiðla

Þessa dagana er enn og aftur tekist á um mörk fræða og stjórnmála í fjölmiðlum – í Danmörku (sem víðar); þar dregur að þingkosningum – í haust – og stjórnmálamenn (í ríkisstjórnarliðinu) eru sakaðir um að hafa undanfarið ráðist harkalega að tjáningarfrelsi fræðimanna sem leyfa sér að gagnrýna stjórnarstefnu þeirra – sem fræðimenn – en […]

Föstudagur 10.06 2011 - 21:10

Fimmskipting ríkisvaldsins

Furðu margir eru enn fastir í þeirri yfir 200 ára gömlu hugmynd Montesquieu að ríkisvaldið sé þríþætt: löggjafarvald dómsvald framkvæmdarvald. Tveir valdþættir mega ekki gleymast Þetta er í sjálfu sér rétt – svo langt sem það nær; a.m.k. tveir valdþættir gleymast hins vegar – og þá á ég ekki við það sem stundum er kallað […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur