Færslur með efnisorðið ‘Alþingi’

Fimmtudagur 05.05 2011 - 23:53

Stjórnlagadómstóll

Allt síðdegið í dag voru nokkuð efnismiklar umræður í stjórnlagaráði – um tillögur úr nefnd um tilhögun dómsvalds ásamt fleiru – svo að fresta varð til morguns (kl. 9:30) kynningu og umræðu um fyrstu tillögur um breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Auk umræðu um skipan óháðra dómstóla sem tryggi auk þess fjölbreytileika og sjálfstæði dómara var rætt […]

Þriðjudagur 03.05 2011 - 21:40

25% Hæstaréttar skipaður

Samkvæmt fréttum síðdegis í dag hefur forseti Íslands fallist á tillögu innanríkisráðherra um skipan 3ja nýrra hæstaréttardómara – daginn eftir að mat dómnefndar var birt á vef innanríkisráðuneytisins. Þvert á það, sem sumir gætu lesið út úr fréttum, er skipun dómaranna – eins og vera ber – ótímabundin. Ekki skal hins vegar skipa nýja dómara […]

Fimmtudagur 28.04 2011 - 22:59

Jómfrúarræðan – róttækar umbótahugmyndir til valddreifingar

Í dag hélt ég eiginlega jómfrúarræðu mína í stjórnlagaráði. Róttækar umbótahugmyndir Ég hef að vísu áður tekið til máls úr sæti mínu um formsatriði og skipulag starfsins en í dag fékk ég ásamt tveimur öðrum Akureyringum tækifæri til þess að halda stefnuræðu í stjórnlagaráði. Fyrir þá sem fylgst hafa með skrifum mínum var þar fátt […]

Miðvikudagur 27.04 2011 - 17:30

Forsetaræði eða þingræði

Nefndir stjórnlagaráðs eru komnar á fullt; þær eru þrjár og mætti miðað við megin viðfangsefni þeirra e.t.v. nefna þær  mannréttindanefnd (A), valdþáttanefnd (B) og lýðræðisnefnd (C).   Verkefni „valdþáttanefndar“ Ég sit í nefnd B ásamt sjö öðrum ráðsfulltrúum en hún hefur þessi viðfangsefni: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, hlutverk og staða forseta Íslands, hlutverk og störf Alþingis, […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 20:25

Samráð um endurskoðun stjórnarskrárinnar

Stjórnarskrá er ætlað að standa lítið breytt eða óbreytt í mörg ár eða áratugi – þó að helst til langt hafi að mínu mati liðið á milli þess að hún hafi verið endurskoðuð hérlendis og grundvallar skiptingu valdþátta raunar sáralítið breytt frá 1874 eins og ég hef skrifað um.   Samráð stuðlar að sátt Þjóðin öll […]

Föstudagur 15.04 2011 - 22:42

Stjórnlagaráð fólksins tekið til starfa

Daginn eftir að nýskipað stjórnlagaráð var sett um miðja síðustu viku voru kjörin formaður, Salvör Nordal, og varaformaður, Ari Teitsson. Innan viku hafði stjórnlagaráð þegar sett sér starfsreglur og ákveðið hvernig hefja skyldi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar eins og Alþingi hafði falið okkur. Í morgun hófst svo efnisumræða í starfshópum sem starfa til bráðabirgða þar til […]

Þriðjudagur 23.11 2010 - 17:00

Þú átt leik (gestapistill)

Ég sat við tölvuskjáinn úti í Árósum þar sem ég var í námi þegar allt hrundi, táraðist yfir að sjá hvernig komið var fyrir íslenskri þjóð en upp frá því kviknaði áhugi á því að leggja mitt lóð á vogarskálarnar við það að nýta þetta tækifæri til þess að bæta íslenskt samfélag og hag almennings. […]

Fimmtudagur 18.11 2010 - 23:29

Forseti Íslands – forseti þingsins!

Eitt af því sem margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og kjósendur – hafa skoðun á og telja að þurfi að breyta er staða, hlutverk og jafnvel tilvist forseta Íslands. Það hef ég líka – og hef átt góðar rökræður undanfarið við kjósendur og meðframbjóðendur um málið. Ég ætla hér að kortleggja stuttlega litróf þeirra skoðana […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 21:29

Skerðum löggjafarvald ráðherra

Nú kann ýmsa að reka í rogastans; fer ekki Alþingi með löggjafarvaldið samkvæmt stjórnarskrá? Jú, aðallega – ásamt forseta – en tvennt gleymist oft í þeirri lýsingu þegar sagt er að Alþingi setji lög. Þrígreining ríkisvalds er nefnilega ekki alger í raun. Takmörkum frumkvæðisvaldið Annars vegar er einn mikilvægasti þáttur löggjafarvaldsins í raun hjá ráðherrum […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur