Í 23. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Fyrri málsgreinin er nýmæli – í samræmi við alþjóðamannréttindareglur sem Ísland hefur undirgengist. Raunar hafði ég eins og fleiri í stjórnlagaráði og […]
Í 22. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir Öllum skal með lögum tryggður réttur til lífsviðurværis og félagslegs öryggis. Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, svo sem vegna atvinnuleysis, barneigna, elli, fátæktar, fötlunar, veikinda, örorku eða sambærilegra aðstæðna. Skynsamlegar viðbætur Í gildandi stjórnarskrá er sambærilegt ákvæði að finna og í síðari […]
Í 21. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er ákvæðið um fundafrelsi skilið frá félagafrelsisákvæðinu – eins og ég lagði til. Auk þess eru gerðar á því töluverðar orðalags- og líklega efnisbreytingar frá gildandi stjórnarskrá – sem ég var ekki að öllu leyti ánægður með enda e.t.v. sem lögfræðingur íhaldssamari að þessu leyti gagnvart breytingum á sígildum stjórnarskrárákvæðum en flestir […]
Í 19. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er lögð til meginbreyting á lagalegri stöðu þjóðkirkjunnar – en engin breyting er lögð til í raun á stöðu hennar frá gildandi stjórnarskrá. Í frumvarpinu segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í […]
Í 16. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er enn eitt nýmælið miðað við lýðveldisstjórnarskrána – sem að stofni til er 137 ára gömul: Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum. Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Óheimilt er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og […]
Umfjöllun um grein dagsins – 15. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs – verður heldur fáorð enda eru bæði tölvan og ég hálf eftir okkur eftir nokkuð ítarlegt og venju fremur fræðilegt blogg gærdagsins um 14. gr. – en vonandi samt á mannamáli – um grundvallarregluna um tjáningarfrelsi og nýmæli sem þar er að finna, svo og þær fáu breytingar […]
Af fjórum málsgreinum í eftirfarandi tjáningarfrelsisgrein í 14. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs felur sú þriðja í sér eina verulega nýmælið frá gildandi stjórnarskrá: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eiga rétt á að tjá hugsanir sínar. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Þó má setja tjáningarfrelsi skorður með lögum til verndar […]
Þó að stjórnlagaráð hafi að margra mati – réttilega að mínum dómi – verið talið nokkuð vinstra megin við miðju, og e.t.v. heldur meira til vinstri en meðaltal þjóðarinnar – leggur ráðið vitaskuld ekki til breytingar á því að eignarrétturinn sé friðhelgur; vona ég að enginn hafi óttast svo róttækar breytingartillögur. Eignarréttarákvæðið hefur í yfir […]
Í 8. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna ákvæði sem hafði marga stuðningsmenn innan og utan stjórnlagaráðs og líklega fáa andmælendur nema hvað sumum fannst slíkt ákvæði ekki alveg nægilega „konkret“ til að vera í stjórnarskrá: Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. Mannleg reisn er friðhelg Fyrirmynd […]
Í 7. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Allir hafa meðfæddan rétt til lífs. Takmörkuð lagaleg merking Þetta ákvæði felur í sér nýmæli í stjórnarskrá og í lögum en hefur e.t.v. ekki mikla sjálfstæða lagalega merkingu; ekki er þar með sagt að ákvæðið sé merkingarlaust. Fyrirvarinn um meðfæddan rétt tekur nefnilega væntanlega fyrir þann möguleika að fóstureyðingarlöggjöf verði […]