Í kurteisisheimsókn á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands frétti ég af merkum dómi Hæstaréttar frá í gær – sem hafði farið fram hjá mér. Ég hef ekki séð umfjöllun um hann í fréttum – en vil lýsa ánægju með hann; í málinu, sem fjallað var um á sínum tíma, var Kópavogsbæ stefnt vegna yfirgangs þáverandi bæjaryfirvalda. Í stuttu […]
Þegar ég var unglingur bjó ég í Danmörku og heyrði sögur af því (1986) hvernig hinn gáfaði öfgamaður, Mogens Glistrup, hefði valdið jarðskjálfta við kosningar 1973. Eitt það skemmtilegasta sem haft var eftir þessum ultrahægrimanni var að leggja ætti niður danska herinn (sem entist reyndar ekki nema nokkrar klukkustundir gagnvart Þjóðverjum 9. apríl 1940 meðan Norðmenn […]
Árið 1987 kvað Hæstiréttur upp dóm um að handhafi ákæruvalds væri vanhæfur til þess að gefa út ákæru í sakamáli; rökin voru að bróðir ríkissaksóknara var meðal þeirra sem til álita gat komið að rannsaka og ákæra í sama máli. Í þessum pistli ætla ég – vitaskuld með málefnalegum rökum að vanda – að fjalla […]
Í tilefni dagsins vil ég árétta þá fráviksreglu sam talin er gilda í lagaframkvæmd varðandi handhöfn ákæruvalds að þegar embættismenn, t.d. lögreglumenn, eigi í hlut eigi að ákæra ef möguleiki sé á sakfellingu meðan meginreglan er að ekki skuli ákæra (borgara) ef ekki eru meiri líkur en minni á sakfellingu. Þetta sjónarmið ríkir til þess að […]
[Í fjölmiðlum undanfarið hafa margir undrast] hvernig réttnefnd sjálftaka gæti staðist. Samfélagið ólgar í kjölfar þess að skilanefndarfólk, skiptastjórar og lögmenn virðast geta skammtað sér – ef ekki verkefnin sjálf þá greiðslur fyrir þau. Fyrsta árs laganemi veit betur Svo er ekki – eins og ég ætla að rekja hér út frá þremur vel þekktum meginreglum lögfræðinnar. Það sem ég […]
Eins og alþjóð má vita voru í gær kveðnir upp tveir dómar í Hæstarétti, af fimm einhuga hæstaréttardómurum, í málum milli eignarleigufyrirtækja og neytenda vegna svonefndra bílalána. Neytendur höfðu sigur í málunum – sem einkum lutu að (ó)lögmæti svonefndra gengislána eða myntkörfulána. Í því skyni að upplýsa neytendur um álitaefni og tæk svör og til […]
Bresk lagahefð er mörgum fyrirmynd – að mínu mati með nokkrum rétti; þar er rætt um Rule of law. Í slíkri stjórnskipan er málum skipað með lögum – en hvorki með tilskipunum forseta (eins og t.d. í Rússlandi lengi vel), geðþótta stjórnmálaforingja (svo sem í ónefndum einræðisríkjum nær og fjær, fyrr og síðar) eða trúarsetningum æðstupresta […]
Margir hafa orðið til þess að tjá sig um viðbrögð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við spurningum um endurskipulagningu ráðuneyta – nú síðast, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs – í skemmtilegu og fróðlegu viðtali. Flestir, sem ég hef heyrt tjá sig um fækkun ráðuneyta og sameiningu málefna atvinnuveganna í eitt ráðuneyti, virðast hlynntir slíku. Ég hef […]
Mér rennur blóðið til skyldunnar að greina fyrir þá, sem ekki eru lögfræðingar, nýlegan dóm í máli umsækjanda um stöðu héraðsdómara gegn ríkinu og settum dómsmálaráðherra, Árna Mathiesen. Dómurinn er að mati fjölmiðla nokkuð merkilegur – en að mati löglærðra væntanlega augljós hvað varðar niðurstöðu. Stutta útgáfan er þessi: Dómurinn er ótvíræður og ótvírætt réttur […]
Ræða mín á Austurvelli síðdegis í gær, að beiðni Alþingis götunnar. Við munum öll ræðuna sem þáverandi forsætisráðherra hélt fyrir hálfu öðru ári. Áður en hann bað Guð að blessa Ísland líkti hann tilefni neyðarlaganna, sem sett voru í flýti 6. október 2008, við efnahagslegar hamfarir. En voru viðbrögðin í kjölfarið í samræmi við viðbrögð […]